Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Blaðsíða 40
38
Árbók Háskóla íslands
og sköpunargleði. Þessi athafnaþörf einstak-
lingsins og sköpunargleði fær útrás með ýms-
um hætti, ekki aðeins í listum og vísindum
heldur í margvíslegum störfum, einnig við að
byggja upp eða bæta fyrirtækið þitt. Það er
væntanlega sama tilfinningin, sama fullnæg-
ingin, hvort heldur sköpunarverkið er á lérefti
listamannsins eða reikningsyfirliti fyrirtæk-
isins, þegar vel hefur til tekist.
Agætu kandídatar. Eg minntist áðan á mikil-
vægi lýðræðislegra vinnubragða í háskóla-
starfinu og hvemig slíkt leiðir til betri lausna.
Við erum stolt af því að búa við lýðræðislega
stjórnarhætti en oft virðist traust manna á
lýðræðinu mjög takmarkað. Stjómarhættir hér
á landi virðast þróast á þá lund að valdið
safnast sífellt á færri hendur. Þessi vantrú á
lýðræðinu og á hæfni fólksins til að meta
hvað er þeim sjálfum fyrir bestu kom t.d. vel
fram í vor í umræðum fyrir Alþingiskosningar.
Þetta vantraust á dómgreind fólksins og hæfni
til að ná sáttum og sanngjömum málamiðl-
unum kom hvað skýrast fram þegar rætt var
um fiskveiðistefnuna og landsbyggðina, um
byggðakvóta og ráðstöfun á honum ef tii
kæmi. Lýðræðislegir stjórnarhættir kalla á
lýðræðisleg vinnubrögð og raunverulega hlut-
deild fólksins í ákvörðunum er varða það
sjálft, sjálfstæði þess og framtíð.
Fyrir nokkrum vikum var ég í Leningrad á
fundi samtaka háskóla í Evrópu. Athygli vakti
að þessi fyrrum fagra borg er í mikilli niðu-
míðslu, nema hvað söfnum og öðmm merkum
menningarbyggingum er vel við haldið. Borg-
arstjóri Leningrad ræddi mjög opinskátt um
ástandið í Sovétríkjunum og harmaði að ekki
skyldi hafa verið á það bent fyrir einni öld að
hugmyndafræðin væri röng og að það er ein-
staklingurinn og hvemig hann fær að njóta sín
og hæfileika sinna sem skiptir mestu máli. Það
er athyglisvert að hugmyndafræði Sovétríkj-
anna lifði aðeins þrjár kynslóðir. Fyrsta kyn-
slóðin var kynslóð hugsjónamanna sem trúði á
þessa nýju leið til betri lífskjara. Önnur kyn-
slóðin sætti sig við draum feðra sinna en sú
þriðja hafnaði þeirri martröð sem draumurinn
varð að lokum. Miðstýringin í Austur-Evrópu
drap allt framtak og frumkvæði einstakling-
anna og í kjölfarið komu doði, afskiptaleysi og
loks ósátt við ríkjandi ástand.
Þegar Austur-Evrópa er loks að kasta af sér
fjötrum miðstýringar er í Vestur-Evrópu
myndað annað ríkjabandalag sem byggir upp
nýjan draum miðstýringar og valdasamþjöpp-
unar í Brussel. Enn sem fyrr á hið fyrirheitna
ríkjabandalag að bæta lífskjör fjöldans en að
vísu undir merki einstaklingsframtaksins.
Evrópubandalagið myndar annars vegar
stóran og freistandi markað, en hins vegar
einkennist það af vaxandi miðstýringu, stór-
felldum niðurgreiðslum og víðtæku styrkja-
kerfi. Þessir starfshættir virðast furðu líkir
þeim sem hömluðu gegn framförum í austri og
margir telja nú að hafi skapað mestan vanda í
íslensku efnahagslífi. Þróunin í Vestur-Evrópu
stefnir vissulega í nýja heimsmynd þar sem
auðlindir og atvinnulíf færast í auknum mæli í
fang fjölþjóðafyrirtækja. I bók sinni Megin-
straumar 2000 segir John Naisbitt einmitt að
forystumenn þjóða, forsetar og þingmenn, hin-
ir lýðræðislega kjömu fulltrúar fólksins, skipti
stöðugt minna máli. Það verða forstjórar stór-
fyrirtækjanna sem verða stöðugt áhrifameiri.
Við Islendingar þurfum, eins og aðrar þjóð-
ir, að leita bestu viðskiptakjara á hverjum tíma
og ekki síst meðal nágrannaþjóða. Enn virðist
óljóst hvort eða hvemig tekst að semja við EB.
Við megum ekki láta þvinga okkur til samn-
inga sem veita aðeins stundarhag en háska
þegar til lengri tíma er litið. Ekki megum við
heldur láta ótta við einangrun villa okkur sýn,
því Islendingar hvorki vilja né geta einangrað
sig í sífellt alþjóðlegri heimi.
Islendingar eru á ýmsum sviðum enn al-
þjóðlegri en nágrannaþjóðimar. Um þriðjung-
ur íslenskra háskólastúdenta stundar á hverjum
tíma nám erlendis í 3-5 ár eða jafnvel lengur á
meðan þjóðir Vestur-Evrópu vilja ná því mark-
miði að tíundi hver stúdent dvelji minnst eitt
misseri erlendis á námsferli sínum. Stór hluti
vísindamanna okkar hefur verið í samstarfi við
erlenda starfsbræður, og gagnkvæm skipti á
háskólakennurum og stúdentum fara vaxandi.
Islendingar munu hvorki einangrast hér né