Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Blaðsíða 161
159
Kaflar úr gerðabókum háskólaráðs
Fundinn sátu undir þessum dagskrárlið úr Sam-
starfsnefnd háskólans og Reykjavíkurboigar um
skipulagsmál Júlíus Sólnes, prófessor og um-
hverfisráðherra, sem verið hefur formaður nefnd-
arinnar frá upphafi, Stefán Hermannsson, verk-
fræðingur, og Þorvaldur S. Þorvaldsson, arkitekt.
Tveir nefndannenn, prófessoramir Gísli Már
Gíslason og Þorkell Helgason, voru fjarstaddir.
Einnig sátu fundinn arkitektamir Maggi Jónsson
°g Ormar Þór Guðmundsson og Ragnar Ingi-
marsson, prófessor, framkvæmdastjóri bygginga-
°g tæknisviðs. Júlíus Sólnes gerði grein fyrir
störfum nefndarinnar, sem starfað hefur um
fjögurra ára skeið og hefur rektor starfað náið
með nefndinni síðustu árin. Ormar Þór Guð-
mundsson skýrði skipulagstillögumar fyrir svæð-
ið vestan Suðurgötu og Maggi Jónsson fyrir
svæðið austan Suðurgötu. Þorvaldur S. Þorvalds-
son og Stefán Hermannsson skýrðu sjónarmið
borgaryfirvalda við skipulagsvinnuna. Fram vom
bornar ýmsar fyrirspumir, sem gestir fundarins
svöruöu. Rektor þakkaði nefndarmönnum og
arkitektum vel unnin störf. Tillögumar verða
teknar til afgreiðslu í háskólaráði eftir tvær vikur.
(16.08.90)
Teknar vom til umræðu tillögur að skipulagi
háskólasvæðisins. Fram var lögð greinargerð
Ormars Þórs Guðmundssonar, arkitekts um
skipulag háskólasvæðisins og nágrennis vestan
Suðurgötu. Á fundinn kom Maggi Jónsson,
arkitekt, sem unnið hefur tillögur að skipulagi
háskólasvæðisins austan Suðurgötu. Rektor hóf
umræður, rakti að nokkm skipulagsstörfin að
undanfömu, og lagði síðan til að tillögumar yrðu
samþykktar. Fram komu athugasemdir varðandi
fyrirhugaðan fjölda bflastæða og þörf þess að
gera ráð fyrir umferð hjólreiðamanna urn há-
skólasvæðið. Maggi Jónsson svaraði þessurn
athugasemdum og einnig ábendingum varðandi
trjágróður, strætisvagnaleiðir að svæðinu o.fl.
Tillögumar vom síðar bomar undir atkvæði og
samþykktar einróma. (30.08.90)
V. Sjóðir og úthlutanir
Almanakssjóður
Eréf mm., dags. 29. nóvember sl. Gjald til
Almanakssjóðs af dagatölum verður kr. 2,50 af
hverju eintaki frá 1. janúar 1990 þar til annað
verður ákveðið. (14.12.89)
Kennslumálasjóður
Eögð fram tillaga Kennslumálanefndar um að
veitt verði tvö ársverk til Kennslumálasjóðs eins
°g gert var á síðasta ári. Samþykkt samhljóða.
(15.03.90)
Minningarsjóður Jóns Jóhannessonar
^'jóm Minningarsjóðs dr. phil. Jóns Jóhannes-
s°nar. prófessors. Fram var lögð tillaga um að
nuverandi stjóm verði endurkjörin til þriggja ára.
bt.iórnina skipa: Þórhallur Vilmundarson, Jón
Sanisonarson og Ólafur Oddsson. (07.03.91)
^áskólasjóður Eimskipafélagsins
■gurður Líndal greindi frá athugun á réttarstöðu
úskólans gagnvart Eimskipafélagi íslands varð-
andi hlutafjáreign Háskólasjóðs Eimskipafél-
agsins og arðgreiðslur af henni. Um þetta spunn-
ust nokkur orðaskipti.
Tónleikanefnd háskólans
Samþykkt var beiðni Tónleikanefndar háskólans
um styrkveitingu til starfseminnar á komandi
háskólaári að upphæð kr. 250.000. Styrkurinn
greiðist úr Háskólasjóði. (30.08.90)
Endurskoðendur sjóða
Guðmundur Magnússon, prófessor, og Stefán
Sörensson, fv. háskólaritari, vom kjömir endur-
skoðendur sjóða Háskóla íslands í stað Áma
Vilhjálmssonar, prófessors, og Gauks Jömnds-
sonar, prófessors, sem óskað höfðu lausnar.
(27.09.90)
Brunborgarstyrkurinn
Stúdentar hafa lagt til að Bergþór Skúlason,
tölvunarfræðingur, hljóti Brunborgarstyrkinn að
þessu sinni. Hann mun stunda nám í Noregi í