Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Blaðsíða 144
142
Árbók Háskóla íslands
viðskiptadeild Háskóla Islands frá 1971 til
1988. Þar annaðist hann einn alla kennslu í
lögfræði á fyrsta námsári á umræddu tímabili
og í nokkur ár kenndi hann verkfræðistúdent-
um lögfræði. Þá var hann prófdómari í skatta-
rétti í lagadeild Háskólans frá 1974.
Hann var ráðinn háskólaritari frá 1. janúar
1963 (skipaður frá 1. janúar 1964) og gegndi
því starfi til 1. september 1971. Þá setti hann á
stofn lögmannsskrifstofu í samvinnu við
lögmennina Guðmund Ingva Sigurðsson.
Jónas A. Aðalsteinsson og Svein Snorrason.
Hann varð forstjóri Happdrættis Háskóla ís-
lands 1977 og gegndi því starfi til æviloka
ásamt því að vera lögmaður og lögfræðilegur
ráðunautur Háskólans.
„Jóhannes L.L. Helgason reyndist rnikill
vinnugarpur, eljusamur og kappsamur. Hjá
honum fór saman vit og strit - hann kunni að
vinna. Honum var óvenju lagið að brjóta raun-
hæf málefni til mergjar, greina aðalatriði hvers
máls án þess að láta smáatriði villa sér sýn, og
ráða síðan málum til lykta hratt og vel eftir
hlutlægu mati ... Hann var maður óvenjulega
vel af Guði gerður" (Ármann Snævarr, Mbl.
25. sept. 1990).
-GAJ.
Jón Steffensen prófessor lést á Vífilsstöð-
um 21. júlí 1991. Hann var fæddur í Reykja-
vfk 1905, og voru foreldrar hans Valdemar
Steffensen læknir og kona hans Jenny, fædd
Larsen.
Að loknu embættisprófi í læknisfræði frá
Háskóla Islands 1930 sinnti hann almennum
lækningum um skeið en var jafnframt um
árabil við framhaldsnám erlendis, lengst í
Kaupmannahöfn, en einnig í Múnchen, Lundi,
Osló og Edinborg. Hann tók við við prófess-
orsembætti við læknadeild árið 1937. Hann
var prófessor í líffærafræði og lífeðlisfræði frá
1937 til 1957 en síðan eingöngu í líffærafræði
til 1970, er hann sagði starfinu lausu, þótt
hann héldi áfram kennslu allar götur til 1973.
Snemma beindist áhugi Jóns einnig að
menningarsögulegum efnum og þá ekki síst að
rannsóknum á upphafi Islendinga og íslenskrar
menningar. Sinnti hann viðfangsefnum á sviði
mannfræði, fornleifafræði og sagnfræði, eink-
um þó sögu læknisfræðinnar. Var hann for-
maður Félags áhugamanna um sögu læknis-
fræðinnar frá stofnun þess árið 1964. Hin
síðari árin var eitt aðaláhugamál Jóns að koma
upp minjasafni um læknisfræði og sögu heil-
brigðismála á fslandi í tengslum við Nesstofu
á Seltjarnarnesi. Vinnan við þetta safn átti
hug Jóns allan meðan heilsa hans leyfði, og
hug sinn til þessa safns sýndi hann með því
ánafna verulegum hluta eigna sinna til upp-
byggingar safnsins.
Á langri ævi sinni kom hann sér upp besta
bókasafni um sögu lækninga og heilbrigðis-
mála sem til er hér á landi. Ánafnaði hann
Háskólabókasafninu þetta mikla safn sitt svo
og húseign sína, Aragötu 3.
Prófessor Jóni var veitt margvísleg viður-
kennning um dagana. Var hann meðal annars
gerður að heiðursfélaga ýmissa fræðafélaga
þ.á.m. Dansk Medicinsk-Historisk Selskab.
Háskóli íslands sæmdi dr. med. og dr. phil
honoris causa, og árið 1991 gekkst læknadeild
fyrir því að stofnuð yrði staða sérfræðings við
Háskólann til rannsókna á fornurn íslenskum
beinum, svo og sérstök rannsóknastofa á þvi
sviði, sem ber nafn Jóns Steffensen.
Allmörgum af greinum Jóns um fjölbreyú-
leg viðfangsefni hans var safnað saman í bók,
Menning og meinsemdir, sem Sögufélag gaf ut
á sjötugsafmæli hans árið 1975.
„Prófessor Jón Steffensen var hógvaer
maður, sem hélt sér lítt í sviðsljósi og mik-
laðist ekki af verkum sínum, en hann skipar
með sæmd flokk þeirra íslendinga, sem gerst
hafa stórtækir frömuðir og styrktarmenn
vísinda og mennta’h (Einar Sigurðsson, Mbl-
26. júlí 1991).
-GAJ-
Leifur Ásgeirsson prófessor, einn
frumkvöðlum kennslu í verkfræði við Háskóla
íslands, lést 19. ágúst 1990. Hann var fæddui
25. maí 1903 á Reykjum í Lundarreykjadal i