Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Blaðsíða 43
41
Ávarp fráfarandi rektors Háskóla íslands
meistarapróf hafa þegar verið brautskráðir og
eru nú um 90 nemendur í framhaldsnámi.
Aukin þekking á háskólastarfseminni með
opnu húsi, með sjónvarps- og útvarpsþáttum,
með blaðaskrifum og kynningarritum hefur
aukið skilning og stuðning almennings og
fulltrúa fólksins á Alþingi og í borgarstjóm.
Fyrir veittan stuðning erum við þakklát.
Alþjóðasamskipti hafa aukist mjög og
formlegir samningar um samstarf og gagn-
kvæm skipti á nemendum og kennurum hafa
verið gerðir við yfir fimmtíu erlenda háskóla.
Aðstaða Háskólans til að taka við erlendum
gistiprófessorum hefur batnað með nýjum
gestaíbúðum en sex slíkar fbúðir eru nú oftast
fullnýttar.
I málefnum starfsmanna var lögð áhersla á
að þróa framgangskerfið enn frekar með því
að dósentar gætu hlotið stöðuhækkun í
prófessorsembætti á grundvelli verðleika og
ágætis í starfi. Jafnframt var leitað leiða til að
veita umbun og launaauka fyrir ágæti og af-
köst í háskólastarfinu og tókst Félagi háskóla-
kennara að efla ritlauna- og vinnumatssjóðinn
umtalsvert. Félagsleg samskipti voru aukin að
mun en þau efla samhug og samstarf innan
háskólasamfélagsins og styrkja þannig innviði
Háskólans.
I húsnæðismálum miðaði okkur vel. Mikið
var byggt og tekið í notkun af nýju húsnæði
svo sem hús verkfræðideildar, VR -III, tvær
efstu hæðirnar í Læknagarði, seinni hluti
Odda, fjórir salir í Háskólabíói, Tæknigarður
°g Efna- og líftæknihús á Keldnaholti. Tvö
siðasttöldu húsin voru að mestu byggð fyrir fé
°g með stuðningi Reykjavíkurborgar, Þróun-
arfélags íslands, Rannsóknaráðs ríkisins o.fl.
aðila. Eldra húsnæði var víða endurbætt og
faðstafað til nýrra notenda, auk þess sem
viðbótarhúsnæði var bæði keypt og leigt, og
einnig var Háskólanum gefið húsnæði.
Samstarfsnefnd Háskólans og Reykjavíkur-
^orgar um skipulagsmál hefur unnið að skipu-
'agi fyrir allt háskólasvæðið, bæði austan og
vestan Suðurgötu. Skipulag þetta hefur verið
samþykkt af háskólaráði og skipulagsyfirvöld-
Um Reykjavíkurborgar.
Áhersla hefur verið lögð á að fegra um-
hverfið. Gamla Melavellinum var breytt í
iðgrænan völl og bflastæði hafa verið aukin og
malbikuð og verða prýdd runnum og öðrum
gróðri.
Starfsemi Happdrættis Háskólans hefur
gengið vel. Árið 1987 hóf Happdrættið nýja
tegund happdrættis, skafmiðahappdrætti undir
heitinu Happaþrenna. Jók þetta nýja happ-
drætti tekjumar vemlega næstu ár á eftir en
síðan dró aftur úr sölunni. Vonast er til að auka
megi sölu Happaþrennunnar með sjálfsölum
sem settir verða upp á mörgum sölustöðum.
Nú í haust hefst annað nýtt happdrætti, svo-
kallað sjóðshappdrætti. Verður einungis dregið
úr seldum miðum og fara um 50% af sölutekj-
um í vinninga. Safnast þessi upphæð í sjóð
sem dregið verður um t.d. á tveggja vikna
fresti. Happdrætti Háskólans naut farsællar
stjómar Jóhannesar L. L. Helgasonar, en þegar
hann féll frá á liðnu hausti tók prófessor Ragn-
ar Ingimarsson við stjóm fyrirtækisins.
Forystuhlutverk Háskólans
Háskóli fslands gegnir forystuhlutverki á
sviði vísinda og mennta. Háskólinn er stærsta
vísindastofnun landsins þar sem jöfnum hönd-
um em stundaðar rannsóknir í hug- og félags-
vísindum og í tækni- og raunvísindum, þar
með taldar læknisfræði og aðrar heilbrigðis-
greinar. Viðfangsefnin teljast ýmist til gmnn-
rannsókna eða hagnýtra rannsókna þótt í raun
sé enginn eðlismunur á þessum viðfangsefn-
um. Eðlilegt verður að telja að Háskóli íslands
bregðist við nýjum þörfum þjóðfélagsins með
þátttöku í lausn vandamála sem upp koma á
ýmsum sviðum athafnalífsins. Aðstoð og sam-
vinna hefur í auknum mæli verið boðin fram
eftir því sem aðstaða og sérfræðiþekking hefur
aukist innan Háskólans og stofnana hans.
Með markvissum starfsháttum og auknum
kröfum um skilvirkni og afköst hefur vísinda-
starfsemin vaxið. Aukið rannsóknafé, bæði
fjárveitingar í Rannsóknasjóð Háskólans og
sjálfsaflafé, svo og bætt aðstaða til rannsókna,
hefur styrkt þetta forystuhlutverk Háskólans.
Þessi þróun hefur gert Háskólanum kleift að