Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Blaðsíða 37
Ræður rektors Háskóla íslands
35
Háskólahátíð 29. júní 1991
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir,
vœntanlegir heiðursdoktorar, kœru kandídatar
og gestir, ágœtu samstarfsmenn.
Eg býð ykkur hjartanlega velkomin á þessa
hátíð þegar Háskóli íslands kveður kandídata
°g sæmir jafnframt valinkunna menn doktors-
nafnbót í heiðursskyni.
Háskóli Islands hefur staðfest þær ályktanir
heimspekideildar, verkfræðideildar og raun-
visindadeildar að sæma fjóra menn doktors-
nafnbót í heiðursskyni. Doktorsefnin hafa fall-
ist á að þiggja doktorsnafnbót og munu deild-
arforsetar nú lesa formála fyrir doktorskjöri og
afhenda heiðursdoktorum doktorsbréf.
I nafni Háskóla íslands lýsi ég því yfir að
framangreindir menn, prófessor Einar B. Páls-
son, Hörður Agústsson listmálari, prófessor
Páll S. Árdal og Ingólfur Davíðsson grasa-
fræðingur, eru að réttum lögum kjörnir heiður-
sdoktorar frá Háskóla íslands. Þakka ég þeim
þann sóma sem þeir sýna Háskóla íslands með
því að þiggja þessa heiðursnafnbót.
Háttvirtu hátíðargestir.
Baráttan fyrir stofnun háskóla á íslandi olli
niiklum deilum á sínum tíma, og þegar deilur
þessar stóðu sem hæst, í lok síðustu aldar, lýsti
ntstjóri Þjóðólfs, Hannes Þorsteinsson, vænt-
lr>gum manna um háskólann á þessa lund:
"Hann er stofnaður fyrir þjóðina í heild sinni,
henni til andlegs þroska og andlegra framfara,
en ekki fyrir sérstakan flokk, þótt embættis-
mannaefnum sé gert að skyldu að ljúka prófi
við hann. Þýðing háskóla yfir höfuð er ekki
e>ngöngu fólgin í hinu æðra vísindalega lífi, er
skapast hjá þjóðunum sakir þeirra, heldur í því
að nýtt fjör, nýtt lífsafl, streymir gegnum
Þjóöarlíkamann í heild sinni frá hinum æðsta
hl hins lægsta, sakir áhrifa frá þessum vísinda-
stofnunum. Þessi áhrif ná sannarlega lengra en
hl lærðra manna einna.“ Þessar væntingar
ntstjóra Þjóðólfs hafa vissulega orðið að
veruleika.
Stofnun Háskóla fslands fyrir áttatíu árum
var mikilvægur áfangi í baráttu íslensku þjóð-
arinnar fyrir frelsi og menningarlegu, efna-
hagslegu og stjómmálalegu sjálfstæði. Háskól-
anum var ekki aðeins ætlað að mennta embætt-
ismenn heldur jafnframt og jafnvel enn frekar
að mennta baráttumenn sem eflt gætu sjálfsvit-
und og sjálfstraust landsmanna í sífelldri sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar.
Háskóli íslands hefur vissulega verið mikil-
vægur aflgjafi í okkar fámenna þjóðfélagi, og
kröfur til hans hafa aukist hröðum skrefum
með ört vaxandi þörf fyrir þekkingu, vísindi og
tækni. Viðfangsefnin eru nú sem fyrr kennsla
og vísindastörf, þjónusta og þjóðfélagsum-
bætur, sem að er unnið í kyrrþey með lang-
tímamarkmið í huga. Ferskir vindar vísindanna
feykja burt úreltum hugmyndum og kenning-
um og færa fram nýjar hugmyndir, ný viðhorf
og nýjar leiðir.
Til að kynna landsmönnum þróun Háskól-
ans þá munu, í tilefni áttatíu ára afmælis
Háskólans, verða gefin út nokkur rit er veita
innsýn í sögulega þróun hans og vísindastörf
fyrr og nú. Byggingasaga Háskóla íslands frá
1940 til 1990 kemur út á næstunni en bygg-
ingasagan fram til 1940 var gefin út á 75 ára
afmæli Háskólans. Þá er að koma út Ritaskrá
háskólakennara frá 1911 til 1990 en þar getur
að líta fræðileg viðfangsefni háskólakennara
frá upphafi. Verða þetta fjögur bindi og hið
merkasta heimildarrit. Ut er komin Rann-
sóknaskrá Háskólans fyrir árin 1989 og 1990,
þriðja bindið í þessari ritröð, og veitir hún
innsýn í vísindaleg viðfangsefni kennara og
annarra sérfræðinga Háskólans um þessar
mundir. í tilefni afmælisins önnuðust nemend-
ur í hagnýtri fjölmiðlun útgáfu blaðs er fjallaði
um vísindastörf unga fólksins í Háskólanum
og var það sent á öll heimili í landinu.
Stúdentafélögin hafa einnig sýnt þessurn
tímamótum mikinn áhuga. Vaka hefur þegar
gefið út veglegt afmælisblað og Röskva er
með slíkt afmælisblað í undirbúningi.