Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Blaðsíða 167
165
Kaflar úr gerðabókum háskólaráðs
„Háskólaráð felur rektor að beita sér fyrir því að
komið verði á beinum samskiptum Háskóla
Islands og háskóla í Eystrasaltsríkjunum, eftir
atvikum með skiptum á prófessorum og með
stúdentaskiptum. Hverri deild háskólans verði
falið að leggja fyrir rektor nánari tillögur um þessi
efni. Háskólaráð leggur til að fyrsta skrefið verði
að bjóða rektor Vilníusháskóla að heimsækja
Háskóla íslands við fyrsta þóknanlegt tækifæri".
Tillagan var rædd ítarlega. Háskólaráð samþykkti
einróma að gera fyrstu málsgrein tillögunnar að
ályktun háskólaráðs. (07.02.91)
Skýrt er frá ákvörðun Norrænu ráðherranefnd-
arinnar um að veita 5 milljónum DKK til að
koma á samstarfi um styrkveitingar til náms- og
fræðimanna milli Norðurlanda og Eystrasalts-
ríkjanna. Af þessu framlagi komu 200 þúsund
HKK í hlut íslendinga. Ráðuneytið óskar eftir
ábendingum og umsóknum fyrir hugsanlega
styrkþega eða viðfangsefni. Ljósrit af drögum að
styrkúthlutunarreglum fylgir þessu bréfi til
uPplýsinga. Bréf mm„ dags. 8. þ.m. (21.02.91)
Norræna eldfjallastööin
Bréf frá menntamálaráðherra um húsnæðismál
Norrænu eldfjallastöðvarinnar, þar sem þess er
farið á leit, að Háskóli íslands geri grein fyrir því
hvaða ástæður liggja til þess að ekki er talið unnt
að framfylgja þeim áformum sem um var rætt í
oóvember 1988 um byggingu Jarðvísindahúss
rr>eð frambúðaraðstöðu fyrir Norrænu eldfjalla-
stöðina. Jafnframt er þess óskað að kannaðir
verði þeir kostir sem háskólinn hefur til þess að
ráða bót á húsnæðisaðstöðu eldfjallastöðvarinnar
Þar til henni verður fenginn varanlegur sama-
staður í Jarðvísindahúsi. Bréf mm., dags. 8. þ.m.
(21.03.91)
Samstarfsnefnd háskólastigsins
Ráðuneytið hyggst endurskipuleggja samstarfs-
nefnd háskólastigsins. Nefndinni er ætlað að
8egna sama hlutverki og áður, þ.e. að vera vett-
vangur fyrir umræður um málel'ni sem varða þá
skóla í sameiningu, þar sem fram fer nám á
Háskólastigi, eða háskólastigið almennt. í nefnd-
lnni e'gi sæti rektor/skólastjóri hvers hlutað-
eigandi skóla eða fulltrúi sem hann tilnefnir til að
sitja í nefndinni í umboði sínu, svo og fulltrúi
Menntamálaráðuneytisins. Þess er óskað að Há-
skóli íslands tilkynni ráðuneytinu um fulltrúa
sinn í nefhdinni fyrir 10. apríl nk. Bréf mm. dags.
18. þ.m. (21.03.91)
Nefnd um kennslu og uppeldismál
Bréf mm. dags. 18. þ.m. Ráðuneytið telur tíma-
bært að stofnað verði til formlegs samstarfs milli
skóla þar sem fram fer nám til undirbúnings
kennslu og annarra uppeldisstarfa. Ráðgert er að
skipa nefnd með fulltrúum skólanna, og verði
hlutverk hennar að vera vettvangur fyrir umræður
um málefni sem varða skólana í sameiningu,
beita sér fyrir samvinnu um úrlausn sameiginlegra
viðfangsefna og vera stjómvöldum til ráðuneytis
um mál á verksviði nefndarinnar. í nefndinni eigi
sæti rektor/skólastjóri hvers hlutaðeigandi skóla
eða fulltrúi sem hann tilnefnir, svo og fulltrúi
Menntamálaráðuneytisins. Þess er óskað að
Háskóli íslands tilkynni ráðuneytinu um fulltrúa
sinn í nefndinni fyrir 10. apríl nk. (21.03.91)
Bréf mm, dags. 23. f.m. Ráðuneytið hefur skipað
samstarfsnefnd um uppeldismenntun, sbr. með-
fylgjandi erindisbréf. Starfstímabil nefndarinnar
er þrjú ár frá 1. ágúst 1991 að telja og kallar ráðu-
neytið hana saman til fyrsta fundar. í nefndinni
eiga sæti:
Frá íþróttakennaraskóla íslands: Ámi Guðmunds-
son, skólastjóri.
Frá Myndlista- og handíðaskóla íslands: Bjami
Daníelsson, skólastjóri.
Frá Háskóla íslands: Gerður G. Óskarsdóttir,
kennslustjóri.
Frá Fósturskóla íslands: Gyða Jóhannsdóttir,
skólastjóri.
Frá Kennaraháskóla Islands: Þórir Ólafsson,
rektor.
Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík: Stefán
Edelstein, tónmenntaskólastjóri.
Frá Þroskaþjálfaskóla íslands: Vilborg Jóhanns-
dóttir.
Frá Menntamálaráðuneytinu: Sólrún Jensdóttir,
skrifstofustjóri og Þorsteinn Gunnarsson, deildar-
sérfræðingur. (15.08.91)