Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Blaðsíða 29
Ræður rektors Háskóla íslands
27
um úr yngra fólki. Vandamálið er í raun fram-
taks- og fyrirhyggjuleysi því við eigum vissu-
lega auðlindir sem verða enn eftirsóknarverð-
ari í framtíðinni. Þessar auðlindir eru vannýttar
1 dag, sjávarfangið er selt í vaxandi mæli til
erlendra vinnslustöðva og orkan er enn lítt
beisluð og þá engin markaðsvara á meðan.
Náttúra landsins og hugvit fólksins og mennt-
un eru einnig vannýttar auðlindir, en við virð-
umst raunar læra seint að nýta það sem er
hendi næst.
Nú sem fyrr er rætt um væntanlega offjölg-
un háskólamenntaðra manna og líklegt at-
vinnuleysi og þannig var umræðan einnig
þegar ég var við háskólanám fyrir 35 árum. Sú
framtíð sem við verðum að stefna að mun
krefjast meira af vel menntuðu fólki. Þörf
verður einkum fyrir fólk með breiða og trausta
menntun, fyrir fólk sem getur tekist á við ný
°g ný verkefni með því að leita nýrrar
þekkingar og þjálfunar þegar þörf krefur. Okk-
ar fámenna þjóð verður að nýta sér vísindi og
tækni í lífsbaráttu sinni, en það verður þá að
gerast meðvitað og markvisst.
Framfarir í tækni og vísindum hafa skapað
grundvöllinn að þeirri öru þróun á sviði at-
vinnumála sem nú á sér stað um allan heim.
Þessi þróun er afrakstur nýrrar þekkingar, og
mun þekkingin verða enn mikilvægari auðlind
1 framtíðinni. En þekkingin verður aðeins
auðlind ef menn læra að nota hana. Þjóðir
heims verða sífellt háðari hver annarri, bæði
efnahagslega og tæknilega, þar sem stöðugt
streymi tækninýjunga verður grundvöllur sam-
keppnishæfni atvinnulífsins og efnahagsþró-
unar.
Tækni-, efnahags- og þjóðfélagsbreytingar
eru samtvinnaðar og háðar hver annarri.
Tæknibreytingar eru ekki atburður heldur
atburðarás sem leiðir til þjóðfélagsbreytinga.
Þetta sjáum við vel í íslensku þjóðfélagi, bæði
1 landbúnaði og fiskveiðum. Tæknibreytingar
hafa leitt til aukinna afkasta bænda með þeim
afleiðingum að færri bændur þarf til að mæta
þörfum þjóðarinnar fyrir landbúnaðarafurðir.
A sama hátt hafa afköst sjómanna og veiði-
flotans aukist vegna tæknibreytinga, og geta
nú mun færri sjómenn veitt þann fisk sem fisk-
stofnamir þola. Þessi auknu afköst í frumfram-
leiðslunni hafa meðal annarra þátta leitt til
mikilla þjóðfélagsbreytinga og stórfelldra
byggðabreytinga, sem eru í eðli sínu aðlögun
að þessum tækni- og þjóðfélagsbreytingum.
Þessi atburðarás - tækniframfarir og nýsköp-
un, vöxtur og atvinna - er ekki alltaf í jafn-
vægi.
Vandinn verður ekki leystur með því að
reyna að hindra breytingamar, hvorki tækni-
framfarir né byggðabreytingar. Vandinn vex
þegar menn berjast vonlausri baráttu við að
halda í fortíðina, því byggð mun enn breytast í
samræmi við óskir fólksins, en það em ekki
aðeins óskir um atvinnu heldur jafnframt óskir
um menntun og þjónustu, um félags- og
menningarlíf svo dæmi séu tekin. Barlómur
sveitarstjómarmanna víða á landsbyggðinni
eykur enn vandann, en hann á þátt í því að
flæma fólk úr byggðarlögunum og fæla jafn-
framt aðra frá því að flytja þangað. Á sama
hátt getur bölsýnin flæmt ungt og dugmikið
fólk úr landi ef það glatar trú á framtíð
þessarar þjóðar.
Þessi stöðugi barlómur hefur skapað þá
ímynd að staða landsbyggðarinnar sé vonlaus.
Á tímum erfiðleika er einmitt nauðsyn að
styrkja sjálfstraust, sjálfsvirðingu og sjálfstæði
manna en ekki rýra sjálfsmyndina. Á þetta
bæði við um einstaklinga og þjóðina í heild.
Við förum hins vegar öfugt að og drögum
kjarkinn og máttinn úr okkur sjálfum með
sjálfsmeðaumkun og svartsýni.
Vonir standa nú til að mótuð verði raunhæf
byggðastefna í náinni framtíð. Fyrir skömmu
var haldin í Borgarnesi ráðstefna Byggða-
nefndar forsætisráðherra um stefnumótun í
byggðamálum og var Háskóla íslands boðið til
þátttöku. Fórum við nokkrir fulltrúar Háskól-
ans á ráðstefnuna og buðurn fram okkar að-
stoð, bæði við mótun og framkvæmd byggða-
stefnu. Lögðum við einkum áherslu á að
vanda vel til undirbúnings að mótun á
byggðastefnu, t.d. með því að kanna aðstæður
og viðhorf fólks á landsbyggðinni til búsetu og
búsetuskilyrða. Nauðsynlegt er að vita hvað