Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Blaðsíða 38
36
Árbók Háskóla íslands
Háskóla íslands hafa borist ýmsar myndar-
legar gjafir og styrkir á árinu. Hitaveita
Reykjavíkur færði Verkfræðideild fimm millj-
ónir króna til rannsókna á sviði jarðhita í til-
efni 60 ára afmælis veitunnar. Fyrirtækin
Tölvuval hf. og Hyundai færðu Reiknistofnun
Háskólans og Verkfræðideild 14 tölvur og að
auki fé til tölvukaupa. Gjöfin er að verðmæti
tæpar sex milljónir króna. Þá hafa fyrirtækin
Örtölvutækni -Tölvukaup hf. og Radíóbúðin
hf. Apple umboðið gefið Viðskipta- og hag-
fræðideild tölvur og tölvubúnað. Fyrirtækið
Kristján Ó. Skagfjörð hefur gefið vélaverk-
fræðiskor tölvubúnað, en gjafir þessar eru að
verðmæti ein og hálf til þrjár milljónir króna
hver. Islenska járnblendifélagið fjármagnar
stöðu rannsóknaprófessors, og fyrirtækið Isal
hefur fjármagnað verkefni hjá Líffræðistofnun
og Verkfræðistofnun með styrk að upphæð
rúmlega fjórar milljónir króna. Sérstök ánægja
er að geta þess að Elín Brynjólfsdóttir hefur
gefið eina milljón króna í Heimspekisjóð
Brynjólfs Bjarnasonar í minningu föður síns.
A þessu ári festi Háskóli íslands kaup á
húseigninni Haga við Hofsvallagötu. I tengsl-
um við kaupin og í tilefni af 80 ára afmæli
Háskólans ákvað seljandinn, Vífilfell hf., að
gefa Háskólanum 10 milljónir króna. Ákveðið
hefur verið að Lyfjafræði lyfsala verði hýst í
Haga og að ein af rannsóknastofum hennar
beri nafn Bjöms Ólafssonar, stofnanda Vífil-
fells hf. og fyrrverandi menntamálaráðherra.
Slfk minningargjöf er lifandi minnisvarði, því
komandi kynslóðir vilja vita deili á þeim
einstaklingum sem veitt hafa fé í styrktarsjóði
eða rannsóknastofur sem bera nafn þeirra.
Fyrir hönd Háskóla íslands vil ég þakka
þessum aðilum fyrir rausnarlegar gjafir, sem
lýsa miklum velvilja og hlýhug til Háskólans,
hlýhug sem hvetur til dáða þá sem þar starfa.
Starfsemi Háskólans hefur gengið vel á
þessu háskólaári en skráðir nemendur eru
5101 og verða 657 brautskráðir á árinu, en það
eru fleiri en nokkm sinni fyrr. Starfsaðstaðan
hefur batnað með auknu kennsluhúsnæði í
Háskólabíói og með aukinni vinnuaðstöðu í
seinni áfanga Odda. Að auki hefur verið samið
um kaup á húsinu Haga, eins og áður sagði,
sem einkum mun hýsa Námsbraut í lyfjafræði
lyfsala, og einnig hefur fengist leigt töluvert
húsnæði í Neshaga 16, en þangað flytur
Orðabók Háskólans og hluti af starfsemi
Heimspekideildar.
Sjálfræði Háskólans við ráðstöfun fjárveit-
inga hefur aukist verulega með rammafjár-
lögum. Fjárveiting kemur í fáum liðum en
Háskólinn deilir sjálfur út fjárveitingum til
deilda og einstakra verkefna innan ramma
fjárveitinga í stað stjórnvalda áður. Breytingar
hafa orðið á stjórnsýslu Háskólans á undan-
gengnum árum og hafa þessar breytingar verið
lögfestar frá og með síðustu áramótum.
Breytingar þessar felast í meiri og skýrari
verkaskiptingu og jafnframt styttri og greiðari
boðleiðum. Einnig hafa þær að markmiði betri
þjónustu við nemendur, kennara og aðra þá
sem samskipti eiga við Háskóla fslands.
Meðal nýmæla má geta þess að áformað er
að Happdrætti Háskóla íslands hefji rekstur
sjóðshappdrættis þar sem eingöngu er dregið
úr seldum miðum. Vinningsupphæðir ráðast af
sölu miðanna og því hve mikið safnast í sjóð
þar til dregið verður hverju sinni. Stefnt er að
því að rekstur þessa nýja sjóðshappdrættis
hefjist í haust.
Þá má og nefna að sérstakri ráðgjafanefnd
tólf valinkunnra einstaklinga var falið að
kynna sér starfsemi Háskóla íslands og benda
á það sem betur mætti fara. Skýrsla nefndar-
innar verður fullbúin fyrir haustið og verður
henni dreift til allra starfsmanna Háskólans og
annarra sem vilja kynna sér niðurstöðurnar.
í lok þessa háskólaárs, þann 5. september,
verða rektoraskipti, en þá mun ég láta af
rektorsembætti eftir sex ára þjónustu og hverfa
á ný til kennslu og rannsóknastarfa. Verðandi
rektor er prófessor Sveinbjörn Bjömsson en
hann nýtur verðugs trausts og virðingar bæði
innan sem utan Háskólans. Árna ég verðandi
rektor heilla í þessu veigamikla starfi og þakka
honum mjög gott samstarf á undanförnum
ámm.
Þegar ég tók við embætti rektors 15.
september 1985 lagði ég fram stefnumið og