Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Blaðsíða 20
18
Árbók Háskóla íslands
vinna ýmis vandasöm verk, gerðar verða enn
meiri kröfur. Aðrir mikilvægir eiginleikar
njóta sín, svo sem hæfileiki til samstarfs,
frumkvæði og framtakssemi, stundvísi og
snyrtimennska, heiðarleiki og trúmennska.
Vert er einnig að hafa í huga að þekking og
hæfni eru ekki eitt og hið sama, lærdómur og
þekking tryggja ekki hæfni mannsins.
Fyrsta desember sl. efndi Stúdentaráð Háskóla
íslands til umræðu um spurninguna: „Er
menntun of dýr?“ Spuming stúdentaráðs er
athyglisverð og vert að spyrja: „Hefur þú,
kæri kandídat, nokkuð hugleitt hvers virði
menntunin er? Hvaða gildi hefur menntun þfn
fyrir þig eða þá fyrir íslensku þjóðina.“
Markmiðin með menntuninni em vissulega
margþætt, og þau mikilvægustu em annars
vegar að stuðla að alhliða þroska einstak-
lingsins og búa hann undir líf og störf í þjóð-
félaginu, og hins vegar að virkja þekkingu,
tækni og vísindi í þágu sam-félagsins.
Vissulega er eðlilegt að spurt sé t.d. hvort
háskólamenntun sé of dýr á íslandi miðað við
erlenda háskóla. Hvað kostar að mennta hvem
kandídat í hinum ýmsu greinum? Er menntun
of dýr miðað við getu þjóðarinnar? Við höfum
ýmis svör við þessum spurningum en ég vil
einkum ræða síðastnefndu spuminguna: „Er
menntun of dýr miðað við þarfir þjóðarinnar?"
Þarfir íslensku þjóðarinnar fyrir menntun
munu aukast. Eftirspurn eftir menntun og
menntuðu vinnuafli hefur stöðugt vaxið í
vestrænum löndum, og harðnandi samkeppni á
sífellt stærri mörkuðum krefst tilsvarandi
menntunar á íslandi. íslendingar hljóta að gera
svipaðar kröfur um menntun og samkeppnis-
þjóðimar, enda er ætlast til jafngóðrar þjón-
ustu hér á flestum sviðum og gerist meðal
grannþjóða.
Vænta má harðnandi samkeppni um vel
menntað vinnuafl í náinni framtíð og þá ekki
síst samkeppni um fólk þjálfað til rannsókna-
og þróunarstarfa. Víða í vestrænum löndum
fækkar í árgöngum unga fólksins en á móti
kemur að fleiri leita eftir háskólanámi úr
hverjum árgangi. Eftirsókn eftir rannsókna-
námi, þ.e. eftir þjálfun til vísindastarfa, eykst
ekki í samræmi við vaxandi eftirspum eftir
slíku fólki frá fyrirtækjum og rannsóknastofn-
unum.
Evrópuþjóðir búa sig undir þessa sam-
keppni með ýmsu sniði, með áætlunum um
nánara samstarf og meiri samskipti háskóla í
Evrópulöndum og með aukinni samvinnu
háskóla og fyrirtækja innan Evrópu. Reyna
Evrópuþjóðir með þessum hætti að draga úr
þeim atgervisflótta frá Evrópu til Norður-
Ameríku sem tíðkast hefur um árabil.
Við Islendingar munum standa frammi fyrir
vaxandi vanda í þessum efnum því umræðan
um atvinnumál gefur ekki tilefni til bjartsýni.
Misheppnaðar tilraunir til að byggja upp nýjar
atvinnugreinar mega ekki draga úr okkur
kjarkinn. Af mistökum eigum við að draga
lærdóm en ekki missa móðinn. Mistökin eiga
að kenna okkur að vanda til rannsókna og efla
þróunarstarfsemina við uppbyggingu nýrra
atvinnugreina, taka eitt skref í einu en ekki
heljarstökk. Við megum ekki láta barlóm og
úrtölur, vonleysi og athafnaskort móta hugsun
okkar, framtak og framtíð. Við eigum enn
sömu auðlindir og fyrr bæði til lands og sjávar,
sumar hverjar vannýttar. Verkefnin eru næg og
síst megum við missa ungt og vel menntað
fólk til grannlandanna þar sem þeim bjóðast
betri kjör og meira svigrúm fyrir athafna-
gleðina og sköpunarmáttinn. Við stöndum
frammi fyrir alvarlegri hættu á atgervisflótta,
hættu á að missa duglegt, kjarkmikið og vel
menntað fólk til annarra þjóða.
Fyrirhugað framhaldsnám til meistaraprófs
við Háskóla íslands gæti dregið úr þessari
hættu, því ungt fólk vill vissulega vinna landi
og þjóð gagn með prófverkefnum sínum og
með rannsókna- og þróunarverkefnum ef
tækifæri gefast. Fram til þessa hafa kandídatar
einkum verið í meistaranámi við erlenda há-
skóla og hafa þá unnið að slíkum verkefnum
fyrir erlenda aðila. Ef þetta nám er flutt inn í
landið, þannig að kandídatar glími við íslensk
viðfangsefni og taki jafnframt hluta af
fræðilegu námi sínu við erlendan háskóla í
samvinnu við Háskóla Islands, þá vinnst