Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Blaðsíða 31
Ræður rektors Háskóla íslands
29
eflast á næstu árum. Ferðaþjónustan þarf að
hafa starfsmenn með góða þekkingu á sögu
lands og þjóðar, góða tungumálakunnáttu og
þekkingu á högum og háttum þeirra þjóða
sem sækja okkur heim. Á sama hátt verða
markaðsmenn okkar að þekkja vel til þeirra
þjóða þar sem viðskipta er leitað, þekkja sögu
þeirra og siði en ekki aðeins staðtölur um
viðskipti og efnahag.
Tækifærin eru fyrir þá sem þeirra leita.
Fróðlegt þætti mörgum að vita að Orðabók
Háskólans er í senn vísindaleg orðfræðistofn-
Un og mikilvæg þjónustustofnun sem hefur
umtalsverðar eigin tekjur af samvinnu við
fyrirtæki og aðra aðila utan Háskólans,
einkum IBM á íslandi. Stærstu þjónustuverk-
efnin eru annars vegar leiðréttingaforrit sem
liðsinnir notendum við leit að stafsetningar-
villum og við orðskiptingu milli lína, og hins
vegar vinnur Orðabókin að umfangsmiklum
Þýðingum á sértækum textum. Þessi þjónusta
gefur af sér um 50 milljónir króna í tekjur á
þessu ári. Orðabók Háskólans er dæmi um
lofsverða framtakssemi,en auk þessa er unnið
að þýðingum á gögnum í samvinnu við utan-
ríkisráðuneytið varðandi Evrópubandalagið og
skapar það störf fyrir 15-20 manns. Háskóli
Islands hefur nú nær fjörutíu rannsóknastofur
°g stofnanir, sem þið getið leitað til, á flestum
fraeðasviðum.
Kæru kandídatar. Tækifærin eru víða og
bíða þess að þið sýnið frumkvæði og fram-
fakssemi. Á síðari árum hefur tölvutæknin
orðið sameiginleg tækni allra fræðasviða, ekki
S|ður hug- og félagsvísinda en raunvísinda.
Skilin milli vísindagreina verða þannig óljós
°g raunar óþörf. En hér gildir einnig hið
fornkveðna - nihil sine labore - ekkert án
vinnu.
A Vesturlöndum hafa menn um skeið vænst
mikils af þróun og vexti smærri hátæknifyrir-
faekja út frá rannsóknastofnunum háskóla.
Slíkir tækni- og vísindagarðar hafa víða skap-
að grundvöll nýrrar framleiðslu eða þjónustu,
°g þeir hafa getið af sér ný fyrirtæki og ný
störf. Viðhorf stórfyrirtækjanna er að láta
háskólana geta af sér tækni morgundagsins,
láta nýju, smáu hátæknifyrirtækin opna dymar
fyrir tækni framtíðarinnar, og ef þessi litlu
fyrirtæki virðast ætla að lifa og verða arðbær
þá verða þau keypt upp af stórfyrirtækjum.
Þessi þróun er einnig hafin hér á landi og
miðar vel eftir aðstæðum. Fyrir tveimur ámm
var Tæknigarður vígður hér á Melunum en
hann var reistur af Háskóla íslands, Reykja-
víkurborg, Þróunarfélagi íslands hf., Félagi
íslenskra iðnrekenda og Tækniþróun hf.
Tæknigarðurinn ber vitni tiltrú okkar á auknu
samstarfi Háskólans og atvinnulífsins, ber
vitni um gagnkvæmt traust og miklar vænt-
ingar. Hlutverk þessa Tæknigarðs er að veita
þekkingu og tækni út í atvinnulífið, einkum á
sviði upplýsinga og tölvutækni. í Tæknigarði
starfa nú þrettán ung fyrirtæki auk Endur-
menntunarstofnunar Háskólans, Reiknistofn-
unar og hluta Raunvísindastofnunar.
Fyrir ári vígðum við svo annan slíkan
vísindagarð, en það er Líftæknihús Háskólans
og rannsóknastofnana atvinnuveganna sem
reist var á Keldnaholti hjá Iðntæknistofnun. Sú
bygging er vettvangur rannsókna og þróunar-
starfa er miða að hagnýtingu hráefna úr
íslensku lífrfki frá hafi til heiða, frá hverum til
jökla. Við höfum vissulega tækifæri til að
skapa auðlindir úr hráefni sem í dag er til ama
og umhverfisspjalla. I slíku þróunarstarfi
verða rannsóknamenn að vinna náið með
markaðsmönnum, því markmiðið með slíku
staifi er að skapa nýjar og verðmætar afurðir. I
leit slíkra auðlinda verðum við oft að staldra
við og líta á áttavitann því við megum hvorki
glata áttum né missa móðinn.
Þegar þið, ágætu kandídatar, hefjið störf í
íslensku atvinnulífi og fáið tækifæri til að
bæta þjónustuna eða framleiðsluna eða jafnvel
að móta eitthvað nýtt, þá gangið skipulega til
verks og gleymið ekki að nýta ykkur þá
þekkingu sem þegar er fyrir hendi í landinu. í
Háskóla íslands, í rannsóknastofnunum at-
vinnuveganna og í öðrum stofnunum og fyrir-
tækjum, er oft að finna þá þekkingu og það
vinnulag sem þarf og hefði getað komið í veg
fyrir ýmis kostnaðarsöm mistök síðari ára.
Þið hafið lært að vinpa skipulega. Skil-