Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Blaðsíða 39
Ræður rektors Háskóla íslands
37
markmið þau sem ég taldi mikilvægast að
vinna að. Við hátíðleg rektoraskipti í haust
mun ég gera grein fyrir því hvemig til hefir
tekist með framkvæmdina. Starf rektors er
afar lærdómsríkt því viðfangsefnin eru marg-
þætt og oft viðkvæm. Það sem mér er þó
minnisstæðast er hversu vel lýðræðið virkar ef
menn vilja í raun virða lýðræðislegar leikregl-
Ur- Stefnt var að aukinni verkaskiptingu og
valddreifingu, og voru ýmsar starfsnefndir
skipaðar reyndum háskólakennurum og full-
truum stúdenta til að glíma við ýmis vanda-
söm verkefni á fjölmörgum sviðum. Starfs-
nefndirnar fengu fullt umboð til að vinna
verkin og jafnframt hvatningu og stuðning.
Arangurinn af þessu starfi nefndanna var betri
kennsla, meiri og markvissari rannsóknastarf-
semi, aukin kynning út á við og stóraukin
alþjóðasamskipti auk betri þjónustu bæði inn á
við og út á við. Það hefur reynst mjög farsælt
Qö fela kennurum og stúdentum að leysa vand-
ann sjálfir. Ýmsar leiðir hafa verið famar til að
orva menn til dáða. Háskólakennarar geta
hlotið stöðuhækkanir vegna verðleika og
ágætis í starfí, þeir geta fengið launaauka fyrir
afköst við vísindastörf og ágæti þeirra ritverka
sem þeir birta í alþjóðlegum vísindaritum eða
a heimavelli. Leitast er við að hvetja einstak-
hnginn, styðja hann og styrkja og jafnframt að
efla samvinnu og samkennd heildarinnar.
Háskólaráð hefur verið mjög samstillt og
einhuga í framfaraviðleitninni, en vissulega
k°mu fram efasemdir og gagnrýni í einstökum
málum. Þótt tekist sé á um álitamál þá sætta
menn sig við lyktir málsins þegar treysta má
því að leikreglur lýðræðisins em virtar.
Hg vil við þetta tækifæri þakka samstarfs-
monnum og stúdentum fyrir stuðning og gott
samstarf á rektorstíma mínum. Þakkir færi ég
þeim fimm menntamálaráðherrum sem ég hef
fengið tækifæri til að starfa með á þessum sex
arum og ég þakka embættismönnum mennta-
málaráðuneytis og fjármálaráðuneytis fyrir
gott samstarf. Ég færi einnig Forseta íslands,
rú Vigdísi Finnbogadóttur, þakkir fyrir stuðn-
lng hennar við Háskóla íslands sem m.a. hefur
stuðlað að auknum samskiptum við erlenda
háskóla.
Sérstakar þakkir mínar og Háskóla íslands
færi ég tveimur traustum starfsmönnum Há-
skólans fyrir langa og giftudrjúga þjónustu en
þau létu af störfum á þessu háskólaári. Hér á
ég við Stefán Sörensson háskólaritara og Erlu
Elíasdóttur aðstoðarháskólaritara. Stefán Sör-
ensson hefur verið einstaklega traustur og lip-
ur að leysa hvers manns vanda, oft við erfiðar
aðstæður. Erla Elíasdóttir hefur helgað Há-
skólanum alla starfsævi sína, hún hefur starfað
fyrir Háskólann í meira en 40 ár af fágætri
trúmennsku.
Kæru kandídatar. í dag fögnum við með ykkur
og fjölskyldum ykkar þegar þið takið próf-
skírteini úr hendi deildarforseta. Þið hafið
sannað fyrir sjálfum ykkur að þið gátuð leyst
vandann, unnið verkið og sigrast á prófraun-
unum.
Ykkar bíða önnur viðfangsefni og aðrar
prófraunir í skóla lífsins sem getur verið sínu
harðari en Háskólinn. Á námsferli þínum, kæri
kandídat, hefur þú lært að læra og verður það
þér notadrýgsta nestið út í lífsbaráttuna því
símenntun verður hluti af lífsstíl þínum hvort
heldur þú skiptir sjaldan eða oft um starf.
Líttu á hvert starf sem áfanga á lífsferli þínum,
sinntu starfínu af trúmennsku og metnaði, því
sæmd þín krefst þess að þú leggir þig allan
fram.
Þú munt á framaferli þínum takast á við
stærri verkefni og innan tíðar ertu í forystu-
hlutverki í fyrirtækinu eða stofnuninni. Á
framabraut þinni skaltu taka þá stjómendur þér
til fyrirmyndar sem stjóma sem minnst með
fyrirmælum en frekar með hvatningu, með
ráðum og dáð er þeir styrkja sjálfstraust starfs-
manna sinna og metnað.
Háskólinn hefur gefið þér gott veganesti
þegar þú heldur út í hið stærra samfélag. Há-
skólanámið á ekki aðeins að veita þér þekk-
ingu og þjálfun í fræðigreininni heldur jafn-
framt að efla metnað þinn og atorkusemi. Þú
leitar í Háskólanum eftir þekkingu og skiln-
ingi, eftir þjálfun og hæfni til að takast á við
viðfangsefni sem fullnægi athafnaþörf þinni