Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Blaðsíða 42
40
Árbók Háskóla íslands
Rektoraskipti 1991
Ávarp fráfarandi rektors,
próf. Sigmundar Guðbjarnasonar 5. september 1991
Framvinda mála og framfarir í Háskóla íslands 1985-1991
Herra mermtamálaráðherra, Olafur G. Ein-
arsson, ágœtu samstarfsmenn, góðir gestir.
Ég býð ykkur hjartanlega velkomin til þessarar
hátíðar þegar Háskóli fslands skiptir um
forystu og fagnar nýjum rektor.
Fyrir sex árum tók ég við embætti rektors
og flutti stefnuræðu þar sem gerð var grein
fyrir helstu markmiðum sem að yrði stefnt á
næstu árum. f stuttu máli var stefnan sú að efla
menntun í landinu og bæta kennslu í Háskóla
íslands, efla vísindarannsóknir og hagnýtingu
tækni og vísinda í þágu samfélagsins, auka
kynningu og skilning á starfsemi Háskólans í
þjóðfélaginu og styrkja stjómsýslu Háskólans
og þjónustuhlutverk hennar.
Til þess að ná markmiðum þessum voru
reyndir og áhugasamir háskólakennarar svo og
fulltrúar stúdenta virkjaðir til þátttöku í ýms-
um starfsnefndum sem fengu tilsvarandi erind-
isbréf og fullt umboð til að vinna verkin.
Mikil vinna fór í hönd og skilaði hún yfirleitt
þeim árangri sem að var stefnt. Færi ég þessari
forystusveit þakkir fyrir frábær störf. Hér
verða aðeins tilgreindir formenn þessara
starfsnefnda í stafrófsröð nefndanna: Alþjóða-
samskiptanefnd, formaður er Þórólfur Þór-
lindsson prófessor; Kennslumálanefnd, for-
maður er Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor;
Kynningarnefnd, formenn voru Höskuldur
Þráinsson prófessor, 1985-1988, Páll Sigurðs-
son prófessor, 1988-1990 og Þorsteinn I.
Sigfússon prófessor, 1990-1991; Starfsnefnd
um nýbyggingar, formaður er Ragnar Ingi-
marsson prófessor; Vísindanefnd, formaður er
Sveinbjörn Bjömsson prófessor; Þróunar-
nefnd, formenn voru Þórir Einarsson prófess-
or, 1985-1988 og Pétur Maack prófessor,
1989-1991. Auk þess voru skipaðar nefndir
sem fengu afmarkaðri verkefni svo sem
Stjómsýslunefnd, formaður er Þórir Einarsson
prófessor; Skipulagsnefnd fyrir skipulag
háskólasvæðisins, formaður var Júlíus Sólnes
prófessor, auk fleiri nefnda.
Skýrsla rektors yfir þetta árabil, 1985-1991,
hefur verið gefin út og er þar stutt yfirlit yfir
árangur þessa starfs. í meðfylgjandi skýrslum
starfsnefndanna er að finna nánari greinar-
gerðir og lýsingar á viðfangsefnum þeirra og
niðurstöðum.
Mikilvægasti árangur þessarar umbóta-
viðleitni var aukinn innri styrkur Háskólans og
aukin tiltrú almennings. Það reyndi á þennan
innri styrk háskólasamfélagsins í endurteknum
stormasömum átökum við stjómvöld og einn-
ig í kjarabaráttu háskólakennara þegar hags-
munir nemenda, skjólstæðinga Háskólans,
vom hafðir í fyrirrúmi.
Þróun Háskóla Islands hefur verið ör á
síðustu tveimur áratugum, og þessum öra vexti
hafa fylgt vaxtarverkir og þrautir þeirra sem
gáfu Háskólanum alla sína orku og óskipta
umhyggju. Störf háskólastarfsmanna hafa
aldrei verið metin að verðleikum og er svo
enn.
Við megum vissulega vera stolt af miklum
framförum í starfsemi Háskólans. Vísinda-
rannsóknir eru nú meiri og markvissari en
nokkm sinni fyrr, betur styrktar og meira nýtt-
ar í þjóðlífinu öllu. Aukin áhersla á gæði
kennslu og þjónustu við nemendur ásamt frek-
ari uppbyggingu framhaldsnáms hefur borið
verulegan árangur. Fyrstu kandídatar með