Búnaðarrit - 01.01.1895, Blaðsíða 126
122
deiga mjölið dáiítið á milli haiidanna, taka síðan lítið
eitt af því og hnoða líkt og gert er með rúgmjölsdeig
þegar á að búa til kökur úr því. Á þenna hátt get-
ur 1 maður hæglega búið til deig úr 20—30 pundum á 1
klukkust. Eptir minni reynzlu má svo heita, að allar
skepnur læri á stuttum tíma að jeta deigið, og það með
mikilli græðgi, sje ekki geflð ofmikið af því, og sje
svona farið að, þarf ekkcrt að fara til ónýtis. En þess
skyidu menn gæta með þetta eins og annars alt fóður,
að troða því ekki upp í skepnurnar fyr en í seinustu
lög, sízt sauðfje, því þá fær það óbeit á fóðrinu vegna
óþægindanna við að jeta það; heldur þarf með hægð
að lokka skepnurnar fyrst til að lykta af því, þá fara
þær optast. fljótlega að narta í það, og sje ein skepna
farin að jeta það, þá eru hinar — sein eru í sama hús-
inu — optast fljótar til þess.
Að undanförnu heflr verksmiðjuverð fóðurmjölsins
verið 11—1 ‘2 kr. 200 pd. með poka, og þá geta allir
farið nærri um hvað það kostar þegar búið er að flytja
það víðsvegar út um landið. Að líkindum þyrfti pundið
óvíða að verða dýrara en 7—8 aura. E>að sýnist því
flest mæla með því, að það geti opt verið talsverður hagur
að nota það til fóðurs hjer á iandi, jafnvel þótt það
kunni að hækka. í verði, sem líkur eru til, eptir því sem
það kynnist betur erlendis. Að minsta kosti ætti það að
útrýma útlendum fóðurtegundum, sem hjer og hvar eru
dálítið notaðar. Það nær auðvitað engri átt, að hyggi-
legt sje að fóðra með mjölinu en minka heyaflann að
sama skapi, en væri nokkuð af því notað meðfram
heyinu, mætti framfleyta meira búpeningi, og þó einkum
ná meiri afurðum af honum. Sjerstaklega kemur það
sjer vel í grasleysisárum, þegar heyin verða óvanalega
lítil, og einlcum Jjó Jjecjar Jmu eru slcemd eptir ójmrka-