Búnaðarrit - 01.01.1925, Blaðsíða 10
2
BTÍNAÐARRIT
til að komast í þann skóla, en fjárskortur hindraði.
Þá var það, að nokkrir ungir menn í Fljótsdalshjeraði
tóku sig saman um það, að leita náms í búnaðarskóla
í Noregi, og var Jónas einn af þeim. Fór hann síðan,
með fleiri íslendingum, í búnaðarskólann á Stend,
nærri Bergen, haustið 1875. Þaðan útskrifaðist hann
vorið 1878, og fór þá þegar til íslands og rjeðst hjá
sýslunefnd Suður-Múlasýslu, til að fara um sýsluna og
leiðbeina bændum í jarðrækt. Er skýrsla um ferð hans
prentuð í „Skuld", er þá var gefln út á Eskifirði.
Haustið 1880 (22. okt.) kvæntist Jónas Guðlaugu
Margrjeti Jónsdóttur, dóttur Jóns bónda á Eiríksstöðum
á Jökulsdal, Jónssonar í Möðrudal, Jónssonar sama st.,
Sigurðssonar á Haugsstöðum á Dal, Sveinssonar. Var sú
ætt komin frá Árna Brandssyni á Bustarfelli og Úlf-
heiði dóttur Þorsteins sýslumanns í Hafrafellstungu,
Finnbogasonar lögmanns í Ási, Jónssonar. Móðir Guð-
laugar og kona Jóns á Eiríksstöðum var Guðrún Gunn-
laugsdóttir, mikilhæf kona, greind vel og fróð, dótt.ir
Gunnlaugs Þorkelssonar bónda á Eiríksstöðum. Var hann
kominn frá Þorsteini „jökli" á Brú (um 1500), er tal-
inn var í ættartölu á Jökulsdal meðal afkomenda hans
sonur Magnúsar sýslumanns í Skriðu, Þorkelssonar
prests í Laufási, Guðbjartssonar. Móðir Guðrúnar var
Guðrún Finnsdóttir, er í föðurætt var komin af hinni
gömlu Hlíðarætt, en í móðurætt af Njarðvíkurætt hinni
eldri og Einari prófasti Sigurðssýni í Heydölum.
Foreldrar Guðlaugar, Jón og Guðrún, bjuggu allan sinn
búskap á Eiríksstöðum og þóttu sæmdarhjón. Guðlaug
var fædd 30. júní 1853.
Þau Jónas og Guðlaug bjuggu fyrst á Eiríksstöðum í
tvíbýli við Gunnlaug Snædal, bróður Guðlaugar, í 4 ár,
1881 — 1885.