Búnaðarrit - 01.01.1925, Blaðsíða 72
64
BTJNAÐARRIT
Tdn og matjurtagaröar .... 135 ha.
Reiknað áveitusvæði.......... 3823 —
Bithagar..................... 1565 —
Eru þá eigi reiknuð með fjalllendi, sem tilheyra þeim
jörðum, er næst liggja Vörðufelli, nje Merkurhraun.
Landverð, samkvæmt fasteignamati 1917, er kr.
112000.00, og má skifta þannig á hina nefndu liði:
Tún ogmatj.garðar pr. ha. Kr. 500.00 Alls Kr. 67500.00
Áveituengi .... pr. ha. — 10.00 Alls — 38230.00
Bithagi...........pr. ha. — 4.00 Alls — 6260.00
Aveitukostnaður...........................— 422845.00
Landverð (núverandi)............Samtals Kr. 534835.00
Það svarar til, að hver ha. á Skeiðunum kosti kr.
95.00. Áveitukostnaðurinn ætti að leggjast eingöngu á
engin, og verð hvers ha. af engi ætti, eftir framansögðu,
að verða kr. 121.00, og hver ha. af engi ætti að renta
þá fjárupphæð. Þær tölur, sem hjer eru teknar, eru
miðaðar við áætlanir, og ber að gæta þess, að enn þá
eru eigi 3800 ha. áveituengi á Skeiðunum. í*að helst
fyrst og fremst eigi vatn á öllu því svæði, sem áætlað
var til áveitu. 1 öðru lagi eru stór svæði þar flagmóar,
sem tæplega verða góð engi fyrstu tvo áratugina sem
á þá er veitt, þó nokkurs gróðurs megi vænta. Svo í
raun og veru er hver ha. af áveituengi töluvert dýrari
en hjer er gert ráð fyrir, en nákvæmlega fæst vitneskja
um það, með því að mælt sje upp það svæði, sem vatn
liggur á og nothæft er sem engi.
Á öðrum stað verður geflð yflrlit yfir, hvað búast
megi við að fyrir heyið fáist, eftir því á hvern hátt það
er notfært.