Búnaðarrit - 01.01.1925, Blaðsíða 133
BUNAÐaRRIT
125
hnekki, þótt uppskerubrestur verði ár og ár. Fjelagslíflð
verður að glæða í sveitunum með bókasöfnum, þjóðleg-
um skemtunum og öðru því, sem í mannanna valdi
stendur, til að gera sveitalífið sem unaðslegast fyrir alla,
sem þar búa og alast upp. — Á þenna hátt verður að
leggja undirstöðuna til þess að fólkið vilji vera í sveit-
unum. Og hjer þarf fleira að gera: Það þarf að rækta
og byggja nýbýli, til þess að fólki geti fjölgað í
sveitunum. Það má ekki líta þannig á, að stofnun ný-
býla sje nokkurs konar neyðarúrræði, til þess að fóðra
fólkið, heldur á að líta þannig á það mál, að með því
að ná í falin auðæfi landsins, skapa öldum og óborn-
um lífsskilyrði í landinu, er stuðlað að því, að hjer geti
vaxið upp fjölmenn og mentuð bændastjett. En það er
undirstaðan fyrir menningu þessarar þjóðar um ókomnar
aldir. Það ber heldur engum að líta svo á, að ekki sje
hægt að reisa nýbýli. Stærð túnanna, sem nú eru, er
að eins V®** hluti hinna ágætu túnstæða, sem hvervetna
liggja um landið, lítið og ekkert notuð. í sveitunum er
til fólk, sem heldur vill eignast sjalfstætt heimili í sveit-
inni sinni, heldur en flytja í kaupstaðina, ef það sæi
sjer það fært. Þessu fólki þarf að hjáipa til þess að ná
eignar- eða leigurjetti á landi — eftir því sem verða vill
— og hjálpa því á þann hátt, að veita því ódýr lán;
því þetta fólk eykur, með ræktuninni, hinn varanlega
þjóðarauð.
Bændur þurfa ekki að óttast of mikil þrengsli, þótt
byrjað yrði á nýbýlarækt. Hagarúm er hjer í afrjettum
og heimahögum fyrir mergð af búpeningi fram yflr
þann, sem nú er til, og nýræktin mundi víðast, að
miklu leyti, byggjast á nautgriparækt, og ekki á að
þurfa nema hektara af túni til að fóðra kúna. — Mjer
kemur í hug dalur einn hjer sunnanlands, þar sem
landstærðin milli hlíða er ca. 9000 ha. Upp um hlíðar
og heiðar eru aðal-hagarnir. Megnið af dalnum er vel
ræktanlegt land, og er mest af því blautur og þýfður