Búnaðarrit - 01.01.1925, Blaðsíða 19
BÚNAÐARRIT
11
ritaði og ura stofnun húsmæðraskóla á Austurlandi, og
hafði allmikinn áhuga á því máli.
Ýms trúnaðarmál voru honum falin, önnur en skóla-
stjórnin. Safnaðarfulltrúi eða sóknarnefndar formaður var
hann alla stund. Sýslunefndarmaður var hann lengi. í
stjórn Búnaðarsambands Austurlands var hann um tíma
og í stjórn Eiða-skólans eftir að hann fór frá Eiðum.
Prófdómari var hann þar og eftir að próf voru tekin
upp aftur 1912. Hreppstjóri í Eiðahreppi var hann síð-
ustu 6 ár æfi sinuar. Öllum þessum störfum gegndi
hann með trúmensku og reglusemi.
Þá er Jónas varð 70 ára, 17. júní 1921, var honum
haldið virðulegt samsæti á Eiðum. Var þar fjöldi manns
saman kominn. Þar var minst mjög hlýlega í ræðu-
höldum á starf hans og konu hans á Eiðum, og hið
ágæta heimilislíf þar. Var honum að siðustu færð tals-
verð peningagjöf í þakklætis- og virðingarskyni fyrir
lífsstarf hans. En hann gaf það fje jafnskjótt til eflingar
alþýðuskólanum á Eiðum. Var síðar gerð skipulagsskrá
um þann sjóð, og staðfest 3. júlí 1922 af kcnungi.
Heitir sjóður þessi: „Styrktarsjóður Jónasar Eiríkssonar
og Guðlaugar M. Jónsdóttur". Var hann þá að upphæð
kr. 2209,12.
Eftir fyiirmælum skipulagsskrárinnar skal leggja ár-
lega V4 af vöxtunum við höfuðstólinn, en „8/* skal verja
til að styrkja fátæka, eínilega nemendur skólans". Ef
skólinn legst niður, og enginn skóli kemur í haus stað,
„skal yflrstjórn fræðslumála ráðstafa sjóðnum þannig,
að hann styðji á einhvern hátt andlega menningu á
Austurlandi".
Sýndi hann með þessum ráðstöfunum, eins og ætið
áður, hversu ant honum var um menningu Austur-
lands.