Búnaðarrit - 01.01.1925, Blaðsíða 37
BtfNAÐARRIT
29
2. Lækkun á verðgildi íslenskra gjaldmiðla haíði í för
með sjer hækkun á kaupgjaldi og verði á þeim vörum,
sem kaupa þurfti til framkvæmda fyrirtækinu.
3. Yið upptök aðfærsluskurðar á Reykjaheiði kom
fram á 680 m. löngum kafla samfeld hraungrýtisklöpp,
var hún samtals um 4200 m.8 í kostnaðar-áætluninni
er gert ráð fyrir þjettum leir og hrauni á þessum stað,
en gröftur skurðsins á þessum kafla varð margfalt dýr-
ari en áætlað var, sem síðar skal bent á.
Vjer viljum skýra þessi atriði, hvert fyrir sig, nokkru
nánar, og reyna að sýna fram á, hvern þátt þau eiga
í kostnaðaraukanum.
1. Llnin og kostnaður við þau:
Lánin eru tekin í veðdeild Landsbankans með þessum
kjörum:
Þau eru veitt til 40 ára, gegn veði því, er hjer greinir:
Eignir og tekjur Skeiðahrepps, og ber hreppsnefndin, sem
slík, ábyrgð á því, að lánin verði greidd að fullu og öllu.
T/ygging sú, er hlutaðeigendur gefa hreppsfjelaginu, er
annar veðrjettur í jörðum þeim, er áveitunni tilheyra.
Af þessum lánum greiðist 4^/s af hundraði, og höfuð-
stóll lánsins endurgreiðist með jöfnum afborgunum á
40 árum.
Á árunum 1917 til 1922 eru af Áveitufjelagi Skeiða-
hrepps teknar að iáni eftirtaldar upphæðir, í veðdeild
Landsbankans:
1917, 7? .... Kr. 27000 00
- 7« 10000.00
1918, u/e . : 15000.00
1919, 1B/io . . . . . 10000.00
1920, 28/s 24000 00
1921, 2/i2 120000.00
1922, 9/i2 .... 65000.00
Samtals Kr. 271000.00