Búnaðarrit - 01.01.1925, Blaðsíða 99
BÚNAÐARRIT
91
eftir sniðilshögg, og margir komu með stór sár á fingr-
um, að fá sárameðul og umbúðir. Aldrei hjuggu menn
sig við að kurla, en slys gátu hlotist af því, að kurl
hrykkju í andlit manna. Þekti jeg mann, sem misti
auga af þeirri orsök.
Minst voru sviðnar tvær tunnur kola í einni tilgerð.
Sá sem fjekk tveggja tunna tilgerð, og úrhögg þess utan,
hann skyldi fóðra lamb fyrir skógarbónda. Lambsfóður
var þá metíð á 2 dali. Oft urðu tilgerðir alt að því
tvöfalt stærri en leyft var, og var aldrei fengist um
slíkt, síst ef lambsfóðrið var sæmilega af hendi leyst,
en misbrestir voru oft á því. Lim (afkvisti) mátti hver
maður flytja heim, sem vildi, en engum var gert það
að skyldu. Lá það því oftast eftir hjá þeim, sera langt
áttu heim. Yar það ýmist í byngjum eða á víð og dreif.
Man jeg að því var haldið fram, að væri lim ekki flutt
burt, þá væri best að kvista hverja hríslu, þar sem hún
væri höggvin; það gefl hinum nýju frjóöngum skjól.
I daglegu tali voru þeir, sem til skógarhöggs komu,
kallaðir skógarmenn, hvort sem þeir gerðu til kola,
hjuggu raft, sóttu tróð eða eldivið; og heö jeg í grein
þessari haldið því nafni. Altaf voru það karlmenn, sem
1 skógi unnu; þótti það ekki kvennaverk.
Eins og jeg hefl tekið fram í upphafi þessarar greinar,
lýsi jeg hjer kolagerð, eins og hún tíðkaðist á Húsafelli
í æsku minni. Á öðrum stöðum þekti jeg alls ekkert til.
Mjer þykir samt líklegt að í öllum aðal-atriðum hafi
aðferðin verið sú sama.
Athngasemd frá Matth. Þórðarsyni, þjóðmenjaverði.
Yiðarkolagerð lagðist niður að mestu leyti með gömlu,
íslensku Ijáunum. Pó notuðu járnsmiðir nokkuð islensk
viðarkol eftir það. Jeg ólst upp á skógarjörð, Fiskilæk,
og sá eitt sinn gert til kola, skömmu eftir 1880. —