Búnaðarrit - 01.01.1925, Blaðsíða 28
20
BÚNAÐAitRIT
hinn raunverulegi undirbúningur fyrir framkvæmdum
þessa fyrirtækis, en að öðru leyti vísast til ritgerða
þeirra hr. vegamálastjóra Geirs G. Zoéga í „Tímariti
Verkfræðingafjelags íslands” 1. h. 1923 og hr. Ágústs
Helgasonar, bónda í Birtingaholti, í 1, tbl. „Frey’s"
XXI. árg. 1924.
Alt fram að 1906 eru eigi aðrar framkvæmdir til
undirbúnings gerðar, en með mælingum að fá vitneskju
um, hvort mögulegt sje að veita Þjórsá yflr Skeiðin.
Fyrstur manna athugar Sveinn Sveinsson búfræðingur
það fyrir 1888. Sæmundur Eyjólfsson mælir fyrir að-
færsluskurði 1894, er flytja átti vatn bæði á Skeiðin
og Flóann. Sumarið 1906 sendir Heiðafjelagið danska,
fyrir tilmæli Búnaðarfjelags íslands, aðstoðarverkfræðing
sinn, Karl Thalbitzer, hiDgað til lands, og mælir hann
þetta sumar fyrir áveitu á Skeiðunum. Hann kemst að
þeirri niðurstöðu, að verk þetta sje framkvæmanlegt,
og að Þjórsá beri að taka upp í Sandlækjarlandi, á
bökkunum ofan við Murueyrar. Jafnframt getur hann
þess, að fyrst megi hugsa til að framkvæma þetta verk,
þegar fyrirbygð væri hætta sú, er skurðunum mundi
stafa frá söndunum sunnan Laxár. Hann semur áætlun
yflr tilkostnaðinn við verkið, og nemur hann 200 þús.
krónum samkvæmt henni. Hann gerir ráð fyrir að vatn
náist yflr 3500 ha., eða nokkru minna svæði en siðari
mælingar gerðu ráð fyrir.
Árið 1913 eru nýjar mælingar framkvæmdar af hr.
verkfræðing Sig. Thoroddsen, að tilhlutun Búnaðarfjelags
íslands. Áætlun hans yfir tilkostnaðinn við verkið nemur
76 þúsund krónum.
Þá fyrst er hugsað til framkvæmda og frekari undir-
búnings þessa máls. Er nú á ný mælt fyrir skurðakerfi
hiunar íyrirhuguðu áveitu, að fyrirlagi þáverandi lands-
verkfræðings Jóns Þorlákssonar ráðherra, og var verkið
framkvæmt af Jóni H. ísleifssyni verkfræðingi. Fóru
mælingar þessar fram árin 1914 og 1915, og sam-