Búnaðarrit - 01.01.1925, Blaðsíða 85
BUNAÐARRIT
77
Sú reynsla kemur eigi fyr en smátt og smátt, þegar
farið er að reisa nýbýlin og starfrækja þau.
í nágrannalöndum vorum hafa menn mikla reynslu
um stofnun nýbýla, og getum vjer í því efni vísað til
ritgerðar S. Sigurðssonar í „Búnaðarritinu", XXXVII. árg.
1. og 2. hefti. Þessa reynslu getum vjer haft til hlið-
sjónar, og að nokkru hagnýtt oss, þá vjer förum út á
þá braut, að stofna nýbýli fyrir alvöru.
Nýbýlamálið er mjög þýðingarmikið mál fyrir
ræktun landsins og búnaðaríramfarir. Til nýbýla þarf að
stofna, þar sem skilyrðin eru hagkvæmust til ræktunar
og afurðasölu. Þetta hyggjum vjer vera á hinum stóru
áveitusvæðum og í kringum kauptún vor.
Til þess að stofna nýbýli, þurfa landnemar að geta
orðið aðnjótandi góðra leiðbeininga um byggingar og
ræktun, og eiga kost á hagfeldum lánskjörum.
Landstærð býlanna á Skeiðum er talin að meðaltali
oa. 180 ha. Minsta jörðin, Arakot, er talin að eiga
78 ha., þar af 73 ha. áveituland. Þegar Ólafsvellir eru
undanskildir, er mest land á Húsatóftum, 565 ha. Land-
rými er því allmikið á Skeiðum, svo vel gætu flestar
jarðir mist landspildu, sem nægði til nýbýlastofnunar,
sjer að skaðlitlu. En með því þarf að fylgja, að land
jarðanna sje betur yrkt og notað, en nú tíðkast, svo að
möguleikar sjeu jafnframt til, að stækka búin frá þvi
sem nú er.
Til nýbýlastofnunar þarf 30 —40 ha. stóra landspildu.
Ef sú landspilda er að nokkru ræktuð og vel hagnýtt,
hyggjum vjer að hún geti fætt eina fjölskyldu. Gerum
ráð fyrir að landstærðin sje 35 ha. — Þar af sje:
5 ha. túnstæði
20 — áveituengi
10 — bithagi.
Eftir útreikningi þeim, senr gerður var, þá talað var
tum jarðaverð, þá kostar þessi landspilda: