Búnaðarrit - 01.01.1925, Blaðsíða 92
BÓNAÐARRIT
Um viðarkolagerð.
Eftir Kristleif Þorsteinsson, bónda á Stóra-Kroppi.
Jeg sem þetta rita, lýsi hjer viðarkolagerð, eins og
hún var unnin í æsku minni. Jeg var þá á Húsafelli,
en þar var þá talinn bestur og mestur skógur í Borgar-
fjarðarsýslu, og er hann svo enn. Bestur var hann þó
talinn í fellinu fyrir austan og ofan bæinn, Tollskógur-
inn. Var Bæjarfellið frá Bæjargili að Teitsgili þakið
skógi fram til loka 18. aldar, sem gereyddist um
aldamótin. Sagt var áð fimm meðal-raftar úr Pells-
skógi væri hæfileg klyf á hest. Skógurinn í Húsafells-
hrauni entist betur. í ungdæmi minu sóttu allir Reyk-
dælir og Hálssveitungar skóg að Húsafelli og Kalmans-
tungu. Unnu þeir kappsamlega að kolagerð haust og vor.
Viðarkolin þóttu ekki einungis nauðsynleg hverju heim-
ili, heldur hreint og beint ómissandi. Hver einasti bóndi
hafði þá smiðju á bæ sínum, með nokkrum tækjum til
járnsmíðis. Sjerstaklega voru það íslensku ljáirnir, sem
gerðu þær ómissandi eign. Það var almenn skoðun
manna, að íslenskur Ijár yrði ekki hertur eftir deingslu,
nema við viðarkola-hitun. Varð því hver grasbýlis-
bóndi að afla sjer viðarkola ijáanna vegna.
Til kolagerðar þurfti tvær axir, sniðil og steinbrýni.
Önnur öxin var höfð við upptekning hríssins. Sú var
blaðþykk og ekki breið fyrir egg (sjá 1. mynd). Hín öxin
var blaðþunn alt að auga, og breiðari fyrir egg. Sú var
kurlöxi (sjá 2. mynd). Öll þessi áhöld voru smiði ís-
lenskra bænda. Voru í hverri sveit menn sem smíðuðu
þau. öll voru þau vel dengd og flugbitu hjá hagleiks-