Búnaðarrit - 01.01.1925, Blaðsíða 22
14
BUNAÐARRIT
Sá vegur, sem þaðan liggur, er fær til umferðar fyrir
bíla vor, sumar og haust. Yegasambönd viö Reykjavík
og fyrnefnd kauptún eru því mjög góð á þeim tímum árs.
Símastöð er enn þá engin á svæði þessu, næsta stöö
er Þjórsártún, getur þvi símasambandið eigi talist hið
ákjósanlegasta, þar sem vegalengdin þangað írá efstu
bæjum er um 20 km.
1. Jarðlag og jarðvegurinn.
Láglendinu fram af Yörðufelli hallar frá norðaustri
til suðvesturs, en aukahalla heíir landið frá austri til
vesturs. Landið með fram Hvítá er víöast hvar á svæði
þessu 1—2 metrum lægra heldur en við Þjórsá.
Þó svæðið sje yfir að líta eitt samfelt láglendi, án
allra stærri mishæða, er yflrborð þess all-breytilegt.
Graslendið er sundurskorið af lágum hraunásum, en
sumstaðar af hálfgrónum og algrónum mólendisrimum.
Undirlag alls svæðisins er hraun. Alldjúpur jarðvegur er
yfir því, einkum á upphluta svæðisins, en á syðri hluta
þess, næst Merkurhrauni, er jarðvegurinrr grynnri. Þar
sem hraunið liggur dýpst undir yfirborði jarðar, hvíla
yfir því sandsteinsmyndanir, mjög samfeldar, af mis-
munandi þykt.
Hin efri jarðlög eru mjög mismunandi að útliti og
eiginleikum, þó myndun þeirra sje ein og hin sama,
gróðurleifar samansafnaðar, blandaðar aðfluttum stein-
efnum, sandi og leir. Á austurhluta svæðisins er jarð-
vegurinn mjög sendinn, má þar eiginlega greina milli
tvennskonar jarðlags, sandblandaðrar mýrarjarðar og
sand- og leirborins mólendis.
Á vestur- og suðurhluta áveitusvæðisins nær hraunið
víða fram til yfirborðsins, t. d. Gráhelluhraun norðan
Ólafsvalla. Meiri hluti þess hrauns er mosa- og grasi-
gróinn. Á öðrum stöðum kemur laust hraungrjót fram
á yfirborði jarðar í lágum hæðum (rimum) milli mýr-