Búnaðarrit - 01.01.1925, Blaðsíða 139
BÚNAÐARRIT
131
Um marga staði er að ræba, þar sem nauðsyn er á
girðingum og sandgræðslu, svo vandi er að velja úr,
hverjir fyrst skuli teknir. Þeirri reglu hefir verið fylgt,
að láta þau svæði sitja í fyrirrúmi, þar sem mest hætta
stafar af, að sandfokið breiðist út, og valdi skemdum á
grónu landi. Þá verður og að taka tillit til þess, þegar
menn vilja og geta lagt fram helming á móti iandssjóðs-
tillaginu.
Af svæðum, sem nauðsyn bæri til að taka til sand-
græðslu, skulum vjer nefna:
Stóruklofa-flatir, , kostnaðaráætlun kr. 12000,00
Skarfanes, » — 12000,00
Galtalæk, n — 5000,00
Gunnarsholt, n — 10000,00
Hof á Rangárvöllum, —„— — 5000,00
Akbraut í Holtahreppi, —„— — 6000,00
Samtals verður þetta kr. 50000,00
Þessi svæði öll eru í Rangárvallasýslu. Þau hafa verið
sjerstaklega athuguð. En auk þeirra eru fjöldamörg svæði
víðsvegar um land, sem full nauðsyn væri einnig að
græða upp. Af þeim stöðum skulum vjer sjerstaklega
benda á sandana meðfram allri suðurströnd landsins,
alla leið frá Porlákshöfn til Hornafjarðar. Hjer eru víða
stórar sand-eyðimerkur, sem eru lítt viðráðanlegar. Á
hinum grónu og bygðu svæðum væri einnig mikil þörf
á, að varna sandfoki á gróið land og að hjálpa gróðri á
sandflesjunum.
í þessu tilliti skulum vjer sjerstaklega benda á:
Þorlákshöfn,
Selvog,
Þykkvabæ,
Landeyjar,
Meðalland (einkum Hnausa),
Landbrot.