Búnaðarrit - 01.01.1925, Blaðsíða 31
BÖNAÐARRIT
23
Engum vafa er þaö bundið, að einstaka hlutaðeigendur
hafa gert sjer nokkra grein fyrir þessu, en slíkt hefði
þurft að styðjast við ítarlegar athuganir ura, hvernig
ræktun landsíns og notkun yrði best fyrir komið í fram-
tiðinni. — Þegar ákveðið er, á hverja framleiðslu aðal-
áherslan skuli lögð, þarf að tryggja sjer markað fyrir
þá afurð, sem framieidd er.
Það hefir við undirbúning áveitunnar vantað, að taka
nefnd atriði til athugunar og úrskurðar. Því til þess að
dýrt ræktunar-fyrirtæki svari vöxtum og gefi arð, þarf
að fylgjast að aukin f ó ð u r f r am 1 e i ð s 1 a, mikl-
ar, góðar og ákveðnar afurðir og tryggur
og jafnframt góður markaður fyrir þær
búfjárafurðir, sem framleiddar eru. Eink-
um má benda á, að hjer var alls eigi athugað um, hve
arðbær túnræktin væri, hjer gat þó verið að ræða um,
að nota þær fjárhæðir, sem áætlaðar voru til áveit-
unnar, til túnræktar, ef rannsókn hefði sýnt rjettmæti
þeirrar ræktunaraðferðar fram yfir ræktun engjanna á
svæði þessu.
III. Framkvæmd fyrirtækisins.
Skurðakerfið er lagt um áveitusvæðið samkvæmt því,
sem fyrir þeim var mælt af verkfræðingi Jóni H. ísleifs-
syni, og í áætlun þeirri sem gerð er yflr kostnaðinn,
samkvæmt þeim mælingum, er rúmmál skurðanna og
garða þeirra, er hlaða þurfti með fram þeim, sem hjer
segir:
Aðal-aðfærsluskurður........... 72400 m.8
Áveituskurðir.................. 30800 —
Áveitu- og þurkskurðir......... 37510 —
Samtals 140710 m.8
Verkið er haflð með greftri skurðanna 5. júní 1917.