Búnaðarrit - 01.01.1925, Blaðsíða 68
60
BtiNAÐARRIT
Fiuttar kr. 143400.00
Eign búlausra innanhreppsmanna . — 21450.00
Eign utanhreppsmanna............— 21950.00
Eign fjelagsins „Títan“.........— 9800.00
Fasteignaverð alls kr. 196600.00
Hve miklar veðskuldir hvíli á fasteignum utansveitar-
manna, þeirra er jarðirnar eiga, og á eignum fjelagsins
„Títan" vitum vjer eigi, en það hvílir ekkert á eignum
búlausra innanhreppsmanna.
Gegn 2. veðrjetti í fasteignum þessum veitir hrepps-
fjelagið áveitufjelaginu lánið til áveitunnar, sem við síð-
ustu áramót nam kr. 281362.00, þó má geta þess, að
fjelagið Títan hefir enn eigi, gagnvart hreppsnefnd Skeiða-
hrepps, gefið nokkra tryggingu fyrir tilkostnaði þeim, er
á jarðir þess fellur, er að líkindum nemur nálægt
15000.00 kr.
Vjer höfum sjeð hjer að framan hvern bústofn bænd-
ur hafa haft siðastliðið ár. Tekjur þær, sem orðið hafa
af búunum nema 123322.00 kr. Kostnaður við rekstur
búanna og opinber gjöld nema kr. 73231.00. Ágóði sá,
sem búin gefa af sjer nemur því 49091.00 krónum, hefir
á því ári þó verið tap á rekstri búanna hjá þrem bænd-
um, samkv. skýrslum um tekju- og eignaskatt.
Þessi ágóði svarar til að vera 1534.00 kr. pr. ábúanda,
af þeirri fjárhæð eiga þeir að viðhalda mannvirkjum
þeim, sem á jörðum þeirra eru. Af þessari fjárhæð eiga
þeir að taka verkakaup sitt og húsmæðranna eða lífs-
nauðsynjar fjölskyldunnar, ásamt stjórnarhlut, og af þess-
ari fjárhæð eiga þeir að leggja fram til nauðsynlegra
ræktunarstarfa, sem áveitan og timarnir gera kröfu til.
Það sjest að þessu öllu athuguðu, að ekki er hægt
að gera miklar kröfur til verklegra framkvæmda, nema
breytt sje um á þann veg, að betur verði hagnýtt fram-
leiðsluskilyrðin, sem fyrir hendi eru og sem fyrirtækið
á að veita, og til þess að þeir geti hagnýtt aukna fóður-