Búnaðarrit - 01.01.1925, Blaðsíða 48
40
bt5nadarr.it
fyrir mánuðina júni—ágúst, fyrir valllendi og mýri í 5
og 10 cm. jarðdýpt.
V al 11 e n di.
Meðaltal 10 cm. 5 cm.
Júní........ 5 4 gr. 6,7 gr.
Júlí........10,5 — 11,2 —
Agúst .... 10,8 — 11,0 —
M ý r i.
10 cm. 5 cm.
2,9 gr. 3,6 gr.
9,7 — 10,3 —
10,0 — 10,2 —
Klaki var eigi farinn úr jörðu fyr en um miðjan júní-
mánuð, þá eykst hiti jarðvegsins hraðfara, og fyrst þegai
hann er orðinn 4—5 stig í hinum neðri jarðlögum, 10—
20 cm. dýpt, eykst þroski gróðursins að mun.
öagntækust áhrif hefir áveitan, þar sem nægur forði
næringarefna finst í jarðveginum. Vatnið vinnur að
sundurlausn efnanna og flutningi þeirra í jarðveginum,
og gerir að upplausn sú, er jurtirnar taka næringu frá,
er af hæfllegum styrkleika fyrir rætur þeirra. Efnagrein-
ingar á jarðvegi frá svæðinu gefa hugmynd um, hve
mikill forði næringarefna finst í honum. En slík efna-
greining gefur litlar eða engar upplýsingar um, hve
mikið af þeim efnaforða finnist í nothæfum samböndum
fyrir jurtirnar og geti strax komið að notum fyrir þær.
Efnanáms-hæfileiki hinna ýmsu jurta er mismunandi
og það er eingöngu hægt með ræktunartilraunum og
fleiri ára rannsóknum, að komast að vitneskju um
áburðarþörf jarðvegs og næringarþörf hinna einstöku
tegunda.
Samkvæmt fleiri rannsóknum er næringarefna-innihald
jarðvegsins á Skeiðunum reiknað í prócentum af þur-
efni jarðvegsins, sem fylgjandi tölur sýna:
Mýrarjarðvegur, meðalt. 14 rannsókna : Norsk mýrarj.:
Köfnunarefni. l,069°/o 1,720 mest 0,678 minst 2,693°/o
Fosfórsýra . . 0,089— 0,170 — lítið 0,132—
Kalk .... 0,825— 1,420 — 0,210 — 0,965—