Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 21

Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 21
Sept.—okt. 1936 D V Ö L 291 vín og reykja tóbak. Það varð að samkomulagi, að honum skyldi leyft að hafa samband við umheiminn, þo aðeins þegjandi, í gegnum lítinn glugga, gerðan sérstaklega í þeim tilgangi. All- ar nauðsynjar, svo sem bækur, nótnabækur og vín gat hann fengið eins og hann vildi með því að senda miða gegnum gluggann. Sámningurinn gerði ráð fyrir öllu, all.t til hinna minnstu smáatriða, og gerði pannig varð- haldið að strangri einsetu, og hann skuldbatt lögfræðinginn til að vera nákvæmlega 15 ár — frá kl. 12 á hádegi 14. nóv. 1870 til kl. 12 á hádegi 14. nóv. 1885. Hin minnsta tilraun af hans hálfu til þess að rjúfa samninginn, til þess að sleppa, þótt ekki væri nema 2 mínútum fyrir tímann, losaði bankastjórann undan öllum skuld- bindingum til greiðslu á fénu. Á fyrsta fangelsisárinu þjáðist lögfræðingurinn, að svo miklu leyti, sem hægt var að dæma eftir hinum stuttu bréfum hans, hræðilega af einveru og leiðind- um. Dag og nótt bárust ómar af píanóleik hans frá fangaklefan- um. Hann hafnaði vininu og tó- bakinu. „Vín“, skrifaði hann, „æsir upp óskir manna og ósk- irnar eru verstu óvinir fangans, auk þess er ekkert eins leiðin- legt og að drekka vín einn,“ og tóbak spillti andrúmsloftinu í klefanum hans. A íyrsta árinu voru honum sendar bækur til skemmtilesturs, skáldsögur með samantvinnuðum ástarflækjum, glæpamannasögur, gamanleikir og þesskonar. Á öðru ári heyrðist ekki leng- ur í píanóinu og lögfræðingurinn spurði aðeins eftir klassiskum bókmenntum. A fimmta ári heyrð- ist hann aftur leika á hljóðfærið og bað nú um vín. Þeir, sem gættu hans, sögðu, að þetta árið hefði hann aðeins etið, drukkið og Iegið í rúminu. Hann geisp- aði oft og talaði reiðilega við sjálfan sig. Bækur snerti hann ekki, en settist oft niður á næturn- ar og skrifaði. Stundum skrifaði hann lengi, en reif það allt á morgnana. Oftar en einu sinni heyrðist hann gráta. A síðara helmingi sjötta ársins byrjaði fanginn að leggja stund á tungumál, heimspeki og sögu af miklum ákafa. Hann gleypti þetta í sig með svo mikilli á- fergju, að bankastjórinn fékk eft- irfarandi bréf frá honum: „Kæri fangavörður, ég skrifa þessar línur á sex tungumálum. Sýndu sérfræðingum þau. Ef þei.r finna enga villu, þá bið ég þig að láta skjóta úr byssu í garð- inum. Heyri ég skotið, þá veit ég, að erfiði mitt hefir ekki verið' til einskis. Snillingar allra landa og allra tíma tala' á mismunandi tungumálum, en í þeim öllum brennur sami eldurinn. Ó, ef þér vissuð, hvað ég er óumræðilega hamingjusamur nú, þegar ég get
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.