Dvöl - 01.09.1936, Page 25

Dvöl - 01.09.1936, Page 25
Sept.—okt. 1936 D V ö L 295 Um styrjöldina á Spáni Eftir Jónas Jónsson Jónas Jónsson fyrverandi ráðherra dvaldi á Spáni fyrir fáeinum árum og hefir einkum síðan fylgzt vel með þar suðurfrá. Eins og allir vita, hata hugir manna undanfarið dregizt mjög að Spáni, vegna hinnar grimmu borgarastyrjaldar, sem hefir geisað par síðan í júlí í sumar. Dvöl er ánægja að flýtja eftirfarandi grein til fróðleiks og umhugsunarlesendumsín- um,sem allirmunu hafa ánægju af aðheýra og sjá sem flest markvert fyrir utan hreppinn eða kauptúnið, parsempeirbúa. Ögæfa spönsku þjóðarinnar á langa forsögu. Spánn er eitt hið fegursta land i álfunni og auðugt að náttúrugæðum. Og fyr á öld- um hafa Spánverjar sktirað fram úr öðrum þjóðum í mörgum efn- um. Þeir stóðu framarléga í hin- um miklu landafundum fyrir fjór- um öldum og urðu þá ein af mestu nýlenduþjóðum heimsins. Spánverjar hafa átt nokkur af frægustu skáldum heimsins, og nokkra af rnestu meisturum mál- aralistarinnar. í byggingarlist hafa þeir fyr á öldum leyst af hönd- um þrekvirki, sem vekja undrun manna enn í dag. En Spánverjar hafa í margar aldir búið við þrennskonar kúg- un. Ivirkjan, konungurinn og að- allinn hafa, hvert um sig og öll í félagi, sogið merg og blóð úr þjóðinni. Allur almenningur er bláfátækur, en kirkjan er stórrík og hefir verið það öldum saman. Sumar aðalsættir eiga heil bygða- lög og þröngva kosti leigúlið- anna svo að nærri stappar full- um þrældómi. Og konungar þeirra hafa í margar aldir verið ýmist mannleysur eða siðspilltir harðstjórar. Sá konungur, sem þar Sat að völdum síðast, og hrundið var af stóli vorið 1931, Alfons 13., var heimsfrægur maður fyrir óstjórn sína. Hann var framarlega í á- hættuspili, þegar til náðist. Hann tók fégjafir af útlendingum í sam- bandi við' almennar framkvæmd-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.