Dvöl - 01.09.1936, Page 45

Dvöl - 01.09.1936, Page 45
Sept.—okt. 1936 D V Ö L 315 ið af góðum mönnum. I þessarri síðari bók sinni gefur hann frá- sögninni skemmtilega hressandi blæ, sem virðist geta orðið allt að því sérkennandi fyrir hann sem höfund. Vonandi leitast hann við að glæða þá meðferð málsins í næstu bókum. Annars verður ekki annað sagt um stíl bókarinnar en að hann er lipur — víðast hvar. Hversdagslegur stíll, sem skortir þó ekki hugðnæmi og er að sínu leyti fágaðri en verða vill hjá sum- um hverjum. Fólkið er eðlilegt og óþvingað í framkomu, og virðist höf. hafa gjört. það upp við sig að láta tala talmálið eins og eiginlegt er eftir ástæðum. Piltarnir kalla stúlkurnar, sem þeir eru með, pjásur — og eflaust eru það svip- aðar stúlkúr og þær, sem við sjá- um daglega, því að lík/egast eru þær allar pjásur á vörum piltanna, sem þær eru með. Þannig er lífið. Og Guðmundur virðist hafa full ■ an hug á að gefa því sinn eðlilega blæ — túlka lífið eins og það er, en verða ekki ginnkeyptur af neinu fimbulfambi. Vonandi tekst honum þetta um leið og hann tínir af sér þær f jaðr- ir, sem hann enn hefir að láni — það verða aldrei flugfjaorir. Annars virðist „Ilmur daganna“ vera þannig, að eftir eigi að koma önnur saga, sem framhald, og væri þá vonandi að Guðmundur ætti sig sem me vt sjálfur, og — hefði helzt ekkert að láni, F. E. Sillanpaá: Silja. ísafoldarprentsmiðja h.f. 1935. íslenzkað hefirHar- aldur Sigurðsson. Silja er falleg saga, þrátt fyrir sína dapurlegu viðburði. Hún er saga vors og gróanda — saga ástarinnar, sem leitar síns skapandi máttar í faðmi náttúr- unnar — saga vonar og ótta. Salmelus-ættin er komin á fall- ancli fót og þess vegn.a gleðjast gömlu Salmeíus-hjónin yfir þeim eiginleikum sonarins — Kustaa, sem þeim virðist. ætla að verða lyftistöng ættarinnar á ókomnum tíma. En ævi Kustaa Salmelus verður öll önnur. — Vonirnar, sem vaknað höfðu hjá honum, er hann sá Hilmu Plihtari sitja á skúr- handriðinu, rættust aldrei — hvort sem það stafaði af tengdunum við Iivari og hitt hjáleigufólkið, eða ekki------Kustaa varð aldrei það, sem honum var ætlað að verða en engu að síður er hann stór — stór í einstæðingsskap sínum og raunum. Og sá eiginleiki ásamt draum- lyndi átti eftir að ganga í arf til dóttur hans, Silju, því að eflaust var það draumlyndi Kustaa — draumlyndi Silju, sem sætti hana við líf sitt og dauða, — sem gaf henni þrek í vanmættinum og opn- aði henni ný svið, þegar önnur lokuðust. Silja elskaði vegna fegurðar lífs-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.