Dvöl - 01.09.1936, Side 47

Dvöl - 01.09.1936, Side 47
Sept,—okt. 1936 317 D V Ö 'L A víð og dreif Kettir í opinberri þjónustu. Það er ekki óalgengt að kettir séu í opinberri þjónustu. Þannig eru laun til kattar nokkurs, sem Rufus heitir, fastur liður á ríkis- reikningi Stórbretalands. Rufus hefir það starf að verja fjárhirzl- ur Bretaveldis fyrir músum og eru honum ætluð fyrir það 3 pence á dag. Laun hans hafa þó hækkað um þriðjung síðan fyrir stríð. —■ Rufus er sextugasti kötturinn í þjónustu fjárhirzlunnar, en ekki gengur þó embættið í erfðir. I Frakklandi gætir flokkur katta ríkisféhirzlunnar og í söfnum og skjalavörzlum víða út um heim eru fastir starfskettir. í ýmsum borgum Austurlanda, þar sem hreinlæti er í lakara lagi og sífelld hætta á að mýs og rott- ur dreifi sjúkdómum, eru kettir hinar þörfustu skepnur og í Honk-kong í Kína er hverjum hús- eiganda gert að skyldu að eiga minnsta kosti einn kött, og liggja sektir við ef út af er brugðið. Alþýðlegur komingur. Nikulás I. stjórnandi Svart- fjallalands (1860—1918) var einn hinn alþýðlegasti konungur sem sögur fara af. Hann gekk aldrei í einkennisbúningi og auk þess að vera æðsti stjórnandi lands síns var hann einnig póstmeistari í höfuðborginni Cettinje og lét inn- rétta pósthús í konungshöllinni og vann þar jafnvel stundum við al- menna afgreiðslu. Hann var einnig dómari og leikhússtjóri. Japönsk skapgerð. Eins og kunnugt er eru Japanir mjög ólíkir vestrænum þjóðum, bæði að útliti og skapgerð. Rúss- neskur vísindamaður lýsir þeim á þessa leið: 1. „Frá sjónarmiði hvítra manna hefir Japaninn mjög óþroskaða einstaklingskennd. — Hann skoðar sjálfan sig sem hluta af „Kokutai“ eða líkama lands- ins. Hann er í fyrsta lagi Japani, í öðru lagi borgari lands síns og í þriðja lagi einstaklingur. 2. Átrúnaður á keisarann er sterkur þáttur í lífi hvers Japana, ekki á keisarann sem einstakling, heldur sem miðkjarna þjóðernis- ins, réttlætis og vizku. 3. Virðing fyrir þeim dauða er þriðja atriðið og skýrir ef til vill hin tíðu, og að því er virðist ástæðu- lausu sjálfsmorð Japana. Þaðþykir heiður að deyja fyrir eigin hendi. 4. Einkennilegur eiginleiki er óttinn við það, að segja satt, ekki vegna þess að það kunni að spilla ánægju einhvers, sé um óþægileg-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.