Dvöl - 01.09.1936, Síða 48

Dvöl - 01.09.1936, Síða 48
318 DVÖL Sept.—okt. 1936 an sannleika að ræða, heldur þann sannleika, sem eftir siðalögmáli hvítra manna á að vera sagður. 5. Japanska konan á sérstakan sess í japanskri þjóðarskapgerð, og ef til vill þann, sem erfiðast er að kynnast. Gegn um óteljandi kynslóðir hefir hún verið alin upp í algjörðri hlýðni og við það, að sætta sig við alla hluti án mögl- unar. Af þessum ástæðum hefir hún sennilega náð meira valdi yfir skapgerð sinni, en nokkur önnur vera jarðarinnar.“ Nýlendur Þjóðverja. Nýlendur þær, sem teknar voru af Þjóðverjum í Evrópustyrjöld- inni, voru þessar: 1. Austur-Afríka, 370,000 fer- mílur (enskar). Nú í höndum Breta og Belgja. 2. Suðvestur-Afríka, 332,400 fermílur. Nú í höndum Suður- Afríku (Union of S-Afríka). 3. Cameroon, 305,000 fermílur. Nú í höndum Frakka og Breta. 4. Togoland, 34,439 fermílur. Nú í höndum Breta og Frakka. 5. Karolínueyjar, 560 fermílur. Nú í höndum Japana. 6. Kiaochow í Kína, 200 fermíl- ur. Nú í höndum Japana. 7. Marshalleyjar, 158 fermílur. Nú í höndum Japana. 8. Naru, eyja, 8M> fermílur. Nú í höndum Ástralíu. Alls misstu því Þjóðverjar ný- lendur, sem voru l,032,7651/2 ensk- ar fermílur að stærð. Köngulóarvefur. Menn gera 'sár naumast grein fyrir, hvað köngulóarvefurinn er fínn. Vísindamaður einn, Poul Wiessner hefir reiknað út og stað- hæfir rétt að vera, að það þurfi hundrað köngulóarvefsþræði á móti einu mannshári og átján þúsund þræði á móti venjulegurn tvinna. Hvað þýðir sovét? Orðið sovét er gamalt rússneskt orð, en það er ekki fyrri en að bylt- ingunni lokinni, sem það fær nú- verandi merkingu. Orðið er mynd- að af forskeytinu ,,so“ og ,,vét“, ,,so“ svarar til ,,sam“ hjá okkur, t. d. samvinna, en ,,vét“ þýðir ,,að tala“. Allt orðið þýðir því upphaf- lega ,,samtai“, en nú hefir það fengið merkinguna ,,ráð“. Ný uppgötvun. 1 Ameríku er farið að framleiða lindarpenna með sjálfvirkum mælitækjum, er sýna hvað maður h a f i skrifað marga stafi með pennanum, og hvað maður g e t i skrifað marga stafi með honum, áður en hann tæmist af bleki. Stórt rúm. Stærsta rúm í heimi er á Victoria and Albert safninu í London. Það er hið fræga rúm frá Ware, bæ á Suður-Englandi. Það er ca. 31/ó meter á hvern veg, og 18 menn geta hæglega sofið í því í einu.

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.