Dvöl - 01.09.1936, Qupperneq 52

Dvöl - 01.09.1936, Qupperneq 52
322 D V Ö L Sept.—okt. 1936 toppana. Silfurbrúin eða Litla- beltisbrúin, eins og hún venju- lega er kölluð, blasir þarna við sjónum mínum, svo að ég ákveð að nota morguninn til þess að skoða þetta margumtalaða mannvirki. Stuttri stundu síðar stend ég svo við enda silfurbogans, sem ég sá áður hvíla á iðgrænum trjátoppunum. Nú blasir brúin við í allri sinni einföldu tign. Mér verður litið á húsin við end- ana. Þau líta út eins og mjög ómerkilegir kumbaldar saman- borið við báknið, sem tengir saman tvö lönd, ef svo mætti að orði komast. Ég fer nú að rifja upp í huga mér allt það, sem ég hefi lesið og heyrt um brúna. Skyldi það vera hugsanlegt, að hæðin á stál- verkinu fyrir ofan brúargólfið sé það mikil, að turninn á Hótel Borg gerði ekki nema rétt að gægjast yfir. Jú, það má víst teljast áreiðanlegt. Látum okkur sjá. Það eiga að vera 24 rnetrar. Ég he!d áfram að hugsa um töl- urnar, brúna og önnur mannvirki í sambandi við hana. Það væri nógu gaman að því, að sjá bygg- ingu eins og t. d. Arnarhvál, komið fyrir þarna á brúarendan- um. Ekki jjyrfti hann að óttast, að þeir, sem um Beltið sigla, sæju reykháfinn skjóta nefinú uppfyr- ir grindurnar. En skyldi Iivállinn þá komast fyrir? Ójá, prýðilega. Það mætti sem bezt komast í bíl framhjá báðumegin og vel það. Hæðin niður í vatnið er ekki gífurleg, en þó nokkur. Stór haf- skip sigla þar undir eins og ekk- ert sé. „Fossarnir“ okkar myndu sýnast eins og uppskipunarbátar, ef þeir legðu leið sína inn undir Silfurbrúna. Ég er nú kominn út á miðja brúna. Bílarnir þjóta stöðugt framhjá, bæði á leið til Jótlands og eins frá því. Hjólreiðamenn, mótorhjóf og gangandi fólk kem- ur og fer, og nú kemur eimlest- in brunandi. Hún hægir á sér við endann og skröltir framhjá með öllum þeim tónum, sem henni fylgja. Það er annars merkilegt, að brúarskömmin skuli hafa kostað yfir 22 miljónir króna. Það j)ykja dýrar brýr á ísfandi, sem ná 30 — 90 þúsundum kr. Það hefir nú vist farið drjúgt af járni í þetta ferlíki? Það var einhver að segja, að í sjálfa brúna fyrir utan stöpla og enda, með öðrum orðum, brúna á milli landanna, hefðu farið 14000 tonn. Já, ekki er það svo lítið. Látum okkur sjá, Dettifoss jDyrfti að fara 14—15 ferðir, ef hann ætti að sækja brúarjárnið. Ég held áfram yfir brúna. Á endan- um Jótlands-megin horfi ég út yfir járngrindurnar og virði fyrir mér hina miklu stöpla, sem bera allt þetta ferlíki. Þeir eru fjórir að tölu. Það eiga að standa 33 metrar af |)eim upp úr sjó og annað eins kvað vera undir vatns- borði. Öll hæð brúarinnar, frá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.