Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 62

Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 62
332 D V Ö L Sept.—okt. 1936 Allt í einu greip Ashurst inn í samtaíið: „Hvað eruð þér gömul?“ „Seytján ára, herra minn.“ „Og hvað heitið þér?“ „Megan DavicJ.“ .Þessi maður heitir Robert Garton, og ég er Frank Ashurst. Við ætluðum að komast til Chag- ford.“ „Það er slæmt, að yður skuli vera illt í fætinum.“ Ashurst brosti, og þegar hann brosti, var ómögulegt annað að segja en andlit hans væri frítt. Þau gengu niður eftir meðfram skógarræmunni og voru allt í einu komin að bænum — langri og lágri steinbyggingu með gluggum á hjörum. Bærinn stóð innan girðingar og r-étt hjá hon- um vargömul hryssa á beit og svín og alifuglar hér og þar. Bak við bæinn var brött, grasi vaxin hæð með fáeinum skozkum furutrjám efst, en fyrir framan hann var gamall aldingarður með eplatrjám, sem voru í þann veginn að springa út og fyrir neðan garðinn var læk- ur og víðáttumiklar, sléttar engj- ar. Lítill drengur með skáhöll, dökk augu var úti að líta eftir svínunum og við bæjardyrnar stóð kona, sem kom svo á móti þeim. Stúlkan fók til máls: „Þetta er frú Narracombe, frænka mín.“ „Frú Narracombe, frænka mín“ hafði dökk, kvikleg augu, sem minntu einna helzt áfugl, ogþað gerðu einnig hinar einkennilegu hálshreyfingar hennar. Við hittum frænku yðar á veg- inum,“ sagði Ashurst, „hún hélt, að þér gætuð máske lofað okkur að vera í nótt.“ Frú Narracombe athugaði þá hæls og hnakka milli og svaraði: „Jú, ég get það, ef þið gerið ykkur ánægða með sama her- bergið. Megan, taktu til í gesta- herberginu og náðu í rjóma í krukku. Má ekki bjóða ykkur te?“ Stúlkan hvarf inn í húsið gegn- um einskonar fordyri, sem mynd- aðist úr tveim linditrjám og nokkrum rauðberjarunnum, og Ijósa húfuna bar við rauðu blóm- in og dökkgrænu linditrén. „Viljið þið ekki koma inn og hvíla fótinn? Eruð þið kannske á háskóla?“ „Við vorum það, en nú erum við farnir þaðan.“ Frú Narracombe kinkaði kolli með spekingssvip. Gólfið í dagstofunni var lagt tígulsteinum, en á því stóð dúk- laust borð, snjáðir stólar og legubekkur, troðinn hrosshári. og þárna var allt svo frámunalega hreint, að- það.var eins og það hefði aldrei verið notað. Ashurst settist undir eins á legubekkinn og hélt veika hnénu milli handa sér, en frú Narracombe starði á hann. Hann var einkasonur há- skólakennara í efnafræði, sem nú var látinn, en fófki hættir svo við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.