Dvöl - 01.11.1937, Qupperneq 8

Dvöl - 01.11.1937, Qupperneq 8
334 D V 0 L mannveru, gerði henni beinlínis erfitt um andardráttinn. Hvað kom það málinu við, að þessi mannvera var sóðalegt og sjóndapurt kerlingarskar, sem komið var á gra'farbakkann! Þegar Geirþrúður nálgaðist kofa gömlu konunnar, brá henni heldur en ekk’i í brún, því að nú sá hún, að dyrnar voru lokaðar og upp úr strompinum kom eng- inn reykur. Hún reyndi að telja sér trú um, að gamla konan hefði ekki kveikt upp eld um morguninn. En þegar hún opnaði kofadyrnar, blasti við henni hið sama og hún hafði svo oft séð undaníarið: í rúminu lá Liiva-Ingel, auðsjáanlega orðin köld, og var þegar komin nálykt af líkinu. Þá fannst Geirþrúði eins og hún hefði verið særð í hjartastað og hún lagði á flótta út í stóru skóg- ana í grenndinni. Hún vissi ekki lengur, hvað hún gerði. Hún hljóp eins og fætur toguðu, hún flýði einveruna, sem er banvænni en sjálfur Svartidauði. 3. Eftir á hafði Geirþrúður Car- ponai ekki hugmynd um, hversu lengi hún eigraði um skógana og mýrarfiákana á Ösel. Það var að morgni dags, sem hún kom nið- ur að sjónum, einn þessara björtu morgna, þegar lífið virðist leika við menn og skepnur. En Geir- þrúður var yfirkomin undir fargi einverunnar. Hún ákvað að láta hér fyrirberast, þangað til dauðinn kæmi og bindi enda á böl hennar. Hún laut niður og ætlaði að leggjast fyrir, en þá sýndist henni hún sjá spor eftir mannsfót í sandinum. Það var ekki nokkur vafi á því. Þetta var nýstigið spor eftir stór- an fót; það sást svo greinilega hvar tærnar höfðu stigið, sömu- leiðis hællinn og lágilin. Rétt hjá fann hún annað spor og hið þriðja, röð af sporum í sléttum sandinum, sem hurfu svo bak við sandöldu. Geirþrúður riðaði á fótunum. — Mannsspor! Jörðin var þá ekki gereydd að fólki! Hún var ekki alein eftir! . Og nú kraup hin stolta og há- ættaða Geirþrúður Carponai lægra en hún nokkru sinni hafði kropið fyrir metorðum og auði þessa heims; hún laut niður í sandinn og kyssti í auðmýkt spor hins ókunna manns. En hinn voldugi og óvænti fögnuður reyndist henni um megn, hún hneig niður eins og reyrstrá, missti meðvitundina og lá hreyf- ingarlaus í sandinum. Þegar hún vaknaði, var komið fram á dag og sólin skein beint framan í hana. Hún hafði sofið í margar klukkustundir. Hún sá, að hún hafði verið borin upp á hæð nálægt sjónum og undir höf- uð hennar hafði verið látið þurrt sef. Til vinstri handar reis strönd- in eins og klettaveggur frá haf-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.