Dvöl - 01.11.1937, Side 9

Dvöl - 01.11.1937, Side 9
D V 0 L 335 inu, fyrir ofan hæðina voru nokkr- ir fiskimannakofar, en niðri í flæðarmálinu lágu net. Hafið var slétt og kyrrt, en að eyrum henn- ar barst óslitinn þungur niður, eins og af undiröldu. Skammt frá henni sat ungur maður og steikti skarkola milli tveggja steina. Maðurinn var klæddur í venjulegan hversdags- klæðnað alþýðufólks, grófa hör- treyju, með marglitt belti um mittið. Hann var berfættur, grind- horaður og ljósa hárið var sítt og flókið, augun 'gráblá. Þegar hann sá, að Geirþrúður var vöknuð, sagði hann á máli al- þýðunnar, án þess að gera hik á verki sínu: — Kas sa súúa tahad? (Viltu ekki mat?) Geirþrúður kinkaði kolli til samþykkis. Maðurinn rétti henni kola og hún át. Fiskurinn var nýr og feitur, en saltlaus. — Eru allir dánir? spurði mað- urinn. — Dánir — já, allir, svaraði Geirþrúður, einnig á máli alþýð- unnar. — Pannig er það líka hér, sagði maðurinn. Svo sátu þau þögul og gáfu í laumi gætur hvort að öðru. — Ég heiti Laes — Kadariku- Laes, og á heima þarna í kofan- vun, sagði maðurinn að lokum. Og hvað heitir þú? — Geirþrúður Carponai, sagði hún. Og um leið og hún sagði það, fann hún, að þetta nafn var jafn- þýðingarlaust og hvíti skýhnoðr- inn þarna uppi í loftinu, sem var að tvístrast og hverfa fyrir gersl- um sólarinnar. Maðurinn skaraði í eldinn og sagði svo: — Ég sá á klæðaburði þinum, að þú ert af höfðingja-bergi brot- in. En nú erum við aðeins tvö ein, sem eftir lifum. • • — Ég sá sporin eftir fætur þína, sagði Geirþrúður. Maðurinn leit á brúna, veður- bitna fætur sína og kinkaði kolli. — Ég gekk út að lindinni til þess að sækja vatn, sagði hann. * Þegar þau höfðu matazt, gengu þau upp frá sjónum. Degi var tekið að halla. Uppi á hamrinum uxu sein- þroska jarðarber meðal krækl- óttra einirunna. Þau lutu niður iog tíndu, gáfu hvort öðru og átu. Berin voru sterk og góð á bragðið. Þarna sátu þau lengi hjá einirunnunum og átu berin — eins og börn. Sólin skein í andlit þeim, meðan hún seig niður að sjóndeildar- hringnum í vestrinu, þar sem hið fjarlæga og ósýnilega Gotland blundaði í bárum hafsins. Hún hjúpaðist daufri, grárri móðu,svo stóð ekki lengur af henni neinn ljómi og það var hægt að horfa í hana án þess að loka augunum.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.