Dvöl - 01.11.1937, Síða 10

Dvöl - 01.11.1937, Síða 10
336 D V 0 L — Af hverju kemur þessiniður? spurði Geirþrúður. — Það er annar hamar undir yfirborði vatnsins, sagði Laes. Par verður að hella öli og víni, annars fær maður ekki bein úr sjó. Pau sátu bæði frammi á kletta- brúninni, mett af jarðarberjunum. Hvorugt þeirra spurði um, hvað nú skyldi gera. Fyrir neðan jiau var snarbrattur, hundrað feta hár klettaveggurinn. En hjá Geirþrúði gerði vart við sig einhver undarleg tilfinning, eins og hún hefði fæðzt í annað sinn í nýjan og óþekktan heim. í þessum nýja heimi var loft, jörð og haf, eins og| í hinum fyrri, en í honum var ekkert fólk nema þau tvö, Kadariku-Laes og Geirþrúður Carponai. Yfir haffletinum svifu máfarnir með kvöldskuggana á þöndum vængjum, ogj í grasinu iðuðu og suðuðu skordýrin. I náttúrunni rann allt í sínum forna farvegi. En þau tvö voru einu mannver- urnar. Nú voru ekki lengur til frjálsir menn og ánauðugir, höfðingjar og alþýða; stéttir og mannvirðingar fyrirfundust ekki. Allt, sem menn- irnir höfðu byggt upp um alda- raðir, var hrunið í rústir. Undir þéttum einirunni ör- skammt frá þeim lá höggormur og baðaði skrokk sinn í síðustu sólargeislunum. Þau komu bæði jafnsnemma auga á hann og óð- ara skar Laes einiviðargrein úr runninum, klauf upp í annan enda hennar og kleip með henni um hálsinn á höggorminum eins og með töng. Geirþrúður virti fyrir sér gulan kvið höggormsins, svarta, breiða og laufskorna mönina á baki hans og klofna tunguna, sem hann teygði út úr sér og sveiflaði um endann á greininni. — Andstyggð, sagði Laes — með því átti hann við höggorm- inn — og hóf hann upp með greininni. En hann drap hann ekki, held- ur kastaði honum langar leiðir burtu. — Sæðið hættir að vaxa, ef höggormur er drepinn, sagði hann við Geirþrúði. En þegar Laes kastaði högg- orminum, var sem Geirþrúður sæi hann í fyrsta sinn. Hún sá ung- an, horaðan líkama hans, fallega íbogna höku og fyrir neðan hök- una lárétt ör, eins og eftir hníf- stungu — lnin sá nefið, hátt og beinvaxið, og hendurnar, sem voru sterklegar eins og bjarndýrs- hrammar. Hvorki hörtreyjan né augljós merki langvarandi fæðu- skorts megnuðu að dylja aflið í vöðvum þessa unga manns. Sér- hver hreyfing var snögg, hnit- miðuð og markviss. I sama bili varð hún þess vör, að Laes horfði á hana. Hún fann,

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.