Dvöl - 01.11.1937, Page 11

Dvöl - 01.11.1937, Page 11
D V 0 L 337 að hún roðnaði, og bæði litu óð- ara undan. Síðan töluðu þau ekki orð. Þau gengu niður til strandar. Hamraveggurinn var hér og þar þakinn bergkrystöllum, sem líkt- ust helzt steingerðum hreiðrum eftir fugla löngu liðinna tíma. Haf- ið var rótt og spegilgljáandi og ströndin flöt og slétt, eins og hellu- lagt gólf. Hér, á þessari auðu strönd, í landi, þar sem mannfólkið var með öllu dáið út, var sem dauðakyrrð- in stigi þeim til höfuðs. Þau urðu ölvuð af henni eins og áfengu víni. Hinir ungu og hraustu líkam- ir þeirra þráðu óafvitandi hvor annan, til þess að skapa nýtt líf á þessari mannlausu jörð. Minn- ingin um ógnir drepsóttarinnar brann í hugum þeirra og kveikti í þeim undarlega sælutilfinningu. Þau tvö voru allur heimurinn. Sólin var gengin undir, þegar þau komu heim að kofanum, sem Laes fiskimaður bjó í. Hann opn- aði dyrnar og hin háættaða Geir- þrúður Carponai gekk inn. Og í brennheitum faðmlögum þeirra á fátæklegum hálmbeði í húmi sumarnæturinnar logaði óttinn við dauðann og lífsþrá komandi kyn- slóða. Jörðin var mannlaus, þau áttu að aukast og margfaldast og uppfylla hana, og þau voru tvö, eins og hinir fyrstu foreldrar. 4. Þannig hljóðar þjóðsagan um; Geirþrúði Carponai, sem lifði af, ein allra í sókn föður síns, þegar Svartidauði geisaði á Ösel. Eins og sjá má af kirkjubók sóknarinnar frá dögum Norður- landaófriðarins mikla, voru sjö ár- um síðar fimm drengir, synir manns, að nafni Kadariku-Laes, — skírðir um Jónsmessuleytið, allir í senn. Móðir þeirra, Geirþrúður Carponai, dóttir hins háæruverð- uga séra Magnúsar Carponai, sem fyrrum var sálusorgari safn- aðarins í þessari sókn og kvæntur velborinni Beata von Krámer, varð að friðþægja fyrir hrösun sína með því að sitja þrjá sunnudaga í röð í allra augsýn á hórubekknum í kirkju föður síns. Eins og þáver- andi sálusorgari safnaðarins, séra Hinrik Búrger, strangur og siða- vandur drottins þjónn, hefir um hana með eigin hendi . skráð í kirkjubókina: „ . . . hat auf dem berúchtigtem Hurenschemel ihre Sedes halten mússen.“ Þeir, sem þess óska, geta enn þann dag í dag fengið að sjá þenna bekk, þar sem hann er geymdur ásamt öðru gömlu rusli; það er lágur trébekkur með grind- um! í kring, líkt og dálítill afgirt- ur bás. Þegar nú Geirþrúður Corpanai þannig opinberlega og í viðurvist safnaðarins, hafði gert yfirbót og við altari kirkjunnar öðlazt fyrir- gefningu syndanna, var hún og Kadariku-Laes gefin saman í kristilegt hjónaband, og henni» að

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.