Dvöl - 01.11.1937, Page 17

Dvöl - 01.11.1937, Page 17
D V 0 L 343 virðist þýðingarleysi lífsins gagn- vart alheiminum stappa mjög nærri því að gera að engu allar hugmyndir um það, að hinn mikli byggingameistari Alheimsins hafi nokkra sérstaka umhyggju fyrir lífinu. — Lífið getur aðeins þrifizt við hæfileg skilyrði ijóss og hita. Pví aðeins getum vér lifað, að jörðin fái nákvæmlega tilmældan skammt af geislum frá sólunni. Ef nokkuð verður verulega of eða van í því efni, hlýtur lífið að hverf^ af jörð- unni. Frumbyggjar tempruðu belt- anna hljóta að hafa verið gripnir g-eig-, þegar fimbulvetur ístímabils- ins var að leggjast að. Með ári hverju hafa þeir séð jöklana skríða lengra niður eftir dölunum og jafnframt virtist sem sólin mætti sín minna gegn kuldanum. Þess- um mönnum hlýtur, engu síður en oss, að hafa virzt heimurinn vera lífinu fjandsamlegur. Vér, sem nú lifum, sjáum nýja ísöld ógna tilveru vorri' í órafjarri framtíð. Sólin hlýtur smám saman að senda minna og minna geisla- magn frá sér og hringurinn, sem lífvænt er í, hlýtur að þrengjast. Jörðin þyrfti þá að færast nær sól- unni til þess að lífsskilyrðin héld- ust, en þvert á móti mun hún þok- ast utar, vegna ósyeigjanlegra hreyfingarlögmála, í áttina til kulda og myrkurs. Að því er vér fáum séð, hljóta endalokin að verða þau, að lífið frjósi í hel, nema þá ef árekstur við aðrar sól- ir skyldi eiga sér stað, sem eyddi lífinu fyrr og á sviplegri hátt. Er þetta þá alt og sumt gengi lífsins? Að koma nánast af tilvilj- un inn í heim, sem bersýnilega hefir ekki verið skapaður vegna lífsins, veröld, sem virðist annað tveggja hlutlaus gagnvart öllu lif- andi eða beinlínis fjandsamleg því. Stjörnufræðin hlýtur að vekja þessar spurningar, en hún svarar þeim ekki. Jeans álítur, að eðlis- fræðin muni vera líklegust til þess að veita svarið — og að það verði að grafa djúpjt í innsta eðli hlutanna, áður en vér fáum úr- lausn á spurningum vorum. Hann hyggur, að hinar síðustu niður- stöður í stjörnufræði og eðlisfræði muni orsaka gagngerðar breyting- ar á skoðunum okkar á alheimin- um og gildi mannlegs lífs. Or- lausnarefnin hljóta að lokum að færast inn á svið heimspekilegra umþenkinga. En fyrst og fremst er skylt að gera sér fulla grein fyrir því, sem vísindin geta lagt fram af staðfestri þekkingu, og að því búnu, en fyr ekki, geta heimspekingar og trúfræðingar kvatt sér hljóðs. —o— Ég hefi nú orðið nokkuð lang- orður um þessar spurningar, en það vil ég afsaka með því, að þær feru í raun og veru ótæmandi um- ræðuefni og bera ekki hvað sízt á

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.