Dvöl - 01.11.1937, Síða 22

Dvöl - 01.11.1937, Síða 22
348 D V 0 L um, meira að segja' í hlöðuna og fjárhúsin, þar sem hver minnsti hlutur var vel hugsaður og hagan- lega settur. Hann hafði t. d. glímt við lækinn, sem rann góðan spöl frá, þangað til fenginn var nýr farvegur, svo að nú rann hann framhjá alveg við bæinn. Og ekki einasta það. Hann hafði byggt hús yfir hann, svo að ekki skyldi þurfa að moka snjó og höggva klaka í hvert sinn, sem sækja þyrfti vatn að vetrinum. Og svo var þetta litla brunnhúsi í sambandi við bæ- inn, með göngum. Þegar menn gengu framhjá þessum gangi á kyrrum degi — eins og í dag — þá heyrðist vatnið niða j)ar inni, lifandi og vökult. Niðurinn og gutlið í litlu bununni heyrðist — bununni, sem Höskuldur hafði gert, til þess að hægara væri að fylla fötu. Æ-já, Höskuldur . . . Hér var gengið frá öllu með iðju- semi og kostgæfni. Og vel frá því gengið. Pað var svo lílct hon- um að vera dauðleiður yfir því í gærmorgun, að hann hefði ekki ennþá komið mónum inn í hús. Eins og það væri ekki létt verk fyrir hana, að sækja þetta smá- ræði, sem hún þyrfti að nota með- an hann yrði í burtu, þessi fáu skref út að hlaðanum. Þennan morgun hefði jsað reyndar verið gott, ef hún hefði ekki þurft að fara út eftir mónum. — Það yrði víst djúpt, sem þyrfti að grafa. En fyrst um sinn var nóg fyrir börnin að fá spenvolga mjólkina úr kúnni. Ef þau væru þá ekki sofnuð, litlu skinnin. Ef svo væri, ætlaði hún ekki að vekja þau. Nei, börnin sváfu ekki. Tvenn tindrandi augu horfðu inn í rauða Ijósbirtu lýsiskolunnar, þegar hún Iýsti yfir rúmið, og það var með glaðvakandi rödd sem Árni spurði: — Af hverju birtir ekki í dag, mamma? Guðnýju varð hverft við. Áður, nokkrum sinnum þennan morgun, hafði hún fundið undarlegan ó- hugnað koma yfir sig — eins og hroll í líkamanum, sem þessi furðulega kyrrð orsakaði. Kyrrð, sem eins og tók fyrir kverkar henni og virtist ætla að kæfa hana. En það var aðeins augna- blik, sem hún var í vafa og hlust- aði — svo sagði hún rólegá: - Nú skal mamma strax fara út og sópa snjóinn frá gluggunum, börnin mín. I sama bili var Árni kominn fram á gólfið. — Ég skal gera það, mamma. Hann hafði í huga að gera ým- islegt fleira um daginn, sækja mó, bera vatn til kýrinnar og kind- anna, moka! ’Hannlét móðan mása um þessi og önnur fyrirhuguð af- rek, meðan hann var að klæða sig, og á milli teygaði hann úr mjólkurkönnunni volga og freyð- andi nýmjólkina. Móðirin ætlaBi nú samt með honum til þess að sækja móinn,

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.