Dvöl - 01.11.1937, Page 32

Dvöl - 01.11.1937, Page 32
358 D V 0 L myndum bera í vösum okkar. Á sumrin er notuð úlpa úr venju- legum fatadúk af bláu eða gráleitu efni, og þannig gerð, að hægt er að sveipa fatinu eða efri hluta þess yfir höfuðið. Á úlpu karla er skinnkragi, borðalagður eða út- saumaður. Qerð fatnaðarins er dálítið breytileg eftir héruðum. Á veturna nota karlar og konur bux- ur úr leðri. Vetrarskór eru oftast gerðir af höfuðleðri hreindýra, og er táin undin upp í hring, svipað og hjá Hindúum á Norður-Ind- landi. Með sama sniði eru sum- arskórnir, nema að því leyti, að þeir eru úr óvöldu leðri. Karl- ar og konur nota eingöngu húf- ur. Karlmenn nota uppmjóar koll- húfur, en húfur kvenna eru af ýmsum mismunandi gerðuin og litum. -o— Mál Lappanna líkist, að sögn, all-mikið finnsku. Þótt þeir séu ekki fjölmcnnir, hafa þeir varð- veitt tungu feðra sinna. Allt ungt fólk meðal Lappa talar sænsku, ef á þarf að halda, enda er því nauðsynlegt að kunna málið. En þeir láta í ljós gleði sína, ef út- lendingur heilsar þeim á þeirra eigin máli; ég lærði því ávarps- orð þeirra: „puoris“. Sveitir Lappanna greinast sund- ur af ám; eru því samgöngur fá- tíðar milli hinna ýmsu héraða. Þetta hefir orðið til þess, að margar mállýzkur hafa myndazt í máli Lappanna, og er, að sögn, nokkrum erfiðleikum bundið fyr- ir Lappa úr hinum ýmsu héruð- um að gera sig skiljanlega hverj- ir við aðra. Lappar hafa ekki enn eignazt bókmenntir, svo teljandi sé, en þeir hafa þegar hafizt handa á því sviði. Lappi, John Turi að nafni, er þekktur rithöfundur með þjóð sinni og vinsæll. Stærsta verk hans heitir „Muittalus Samid birra“ og kom út 1910. Vinur minn einn sagði mér, að skáldrit þetta fjallaði um hugsana- og til- finningalíf Lappanna. Nú koma út all-margar bækur og bæklingar á lappnesku, en meginhluti þeirra eru þýðingar. Svo að segja hver einasti Lappi er læs og skrifandi, og má þakka það atbeina sænska ríkisins, en fyrir einni öld síðan voru þeir sárafáir, er gátu klórað nafnið sitt. Árið 1930 gaf ríkisþingið út lög, er höfðu að aðalmarki uppeldi þjóðarinnar til nútímahátta, en þó skyldi vandlega forðazt að hnekkja á nokkurn hátt sérstöðu hennar eða sjálfstæðu atvinnulífi. Þegar Lapparnir yfirgefa fjalla- héruðin á haustin, verða þeir að sjá börnum sínum fyrir skólavist, og á skólanum dvelja þau um fjögurra mánaða tíma. En er ivor- ar, taka þeir börnin með sér upp í fjall-lendið. Sænska ríkið greiðir að mestu eða öllu námskostnað í skólunum. Frh. á bls. 361

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.