Dvöl - 01.11.1937, Side 46

Dvöl - 01.11.1937, Side 46
372 D V O L Unguríanda Efíir R. W. Swanson Karl Águst Akerbrand neydd- ist til að standa við og hvíla sig, eftir fyrsta plógfarið á akrinum. Hann furðaði sig á þvílíkri þreytu, og settist á milli plógskaftanna til þess að athuga málið. Hanntókof- an gamla, barðastóra hattinn og þerrði svitann af rauðu enninu. „Ennið stækkar með ári hverju,“ sagði hann við sjálfan sig. — ,,Já, þú ert að eldast, Karl Ágúst.“ Það var unaðslegur apríl-morg- unn í Minnesota. Vorið í al- gleymingi. — Upp úr fyrsta plóg- farinu lagði sterkan ilm. Maðkar og pöddur hreyfðu sig í heitu sól- skininu. Rauðbrystingar sungu allt um kring. Fáein hvít ský hvíldu Guðný litla með sinni hreinu og sakleysislegu barnsrödd, veikri og þó hljómmikilli: — Er guð ekki reiður lengur, mamma? Enginn heyrir til hennar. Eng- inn svarar henni. Hún starir með stórum augum á alla þessa und- arlegu fullorðnu menn, sem tala um hluti, sem hún hefir engan áhuga fyrir. Sigurður Helgason þýddi. í ró úti við sjóndeildarhring, en loftið var fagurblátt. „Svei, að vera o'rðinn gamall, en æskan og vorið allt um kring,“ sagði Karl Ágúst á ný við sjálfan sig. Hann stundi, þerrði augun, og tók upp neftóbaksdósir. Þær voru smáar, sporöskju-myndaðar; gerðar úr næfri og skreyttar Indí- ána-myndum. Hann sló með hnú- unum á lokið, tók1 í nefið með há- vaða nokkrum og strauk svo burtu fáein korn, sem setzt höfðu í skeggið. — Honum fannst sér ganga betur að hugsa, þegar hann hafði tekiðj í ;nefið. — „Hvað ert þú nú annars gamall í vor, Karl Ágúst? Pú ert 61 árs, — og hvað um það, ef þú ert ung- ur í anda? — En þær fara samt að fækka, vortíðirnar, sem þú færð að sjá og njóta. — Já, það er það, — rnáske ekki svo margar eftir, Karl Ágúst.“ Hann renndi huganum til baka -----20 ár í gamla landinu og 41 í Ameríku. Ó, að vera nú horfinn heim til Smálands og njóta vors- ins þar. — Allt í einu kom að honum heimþrá, í fyrsta skipti á mörgum árum. „Hvað er að þér, Karl Ágúst, það er h é r, sem þú átt heima.“ — En hugurinn

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.