Dvöl - 01.11.1937, Síða 49

Dvöl - 01.11.1937, Síða 49
D V 0 L 375 \ Utvarpsvísur Hér birtast nokkrar vísur, sem ég hefi haft yfir í þáttunum um „dag- inn og veginn.“ Allmörg tilmæli hafa borizt um að fá þær upp- skrifaðar eða endurteknar. Það er ekki hægt að uppfylla slíkar óskir, en ég ætla að nota mér gestrisni „Dvalar“ og biðja hana að ljá nokkrum af þessum stök- um rúm. Hátt á 5. hundrað botnar bár- ust í vísuhelminginn: Lengist nóttin, lækkar sól, lífið óttast vetur. Hér koma fáein sýnishorn af botnum: Andinn prótt í alvalds skjól alltaf sótt þó getur. (S. B.) Varnað flótta, veitt oss skjól vit og þróttur getur. (M. P.) Vona gnótt, sem vorið ól, viðnámsþróttinn hvetur. (F. H.) Fanna gnótt mn foldar ból fjötrað þróttinn getur. (N.N.) Vonar gnótt, sem ástin ól, í oss þróttinn hvetur. (T. K.) Kossabrestirnir. Bóndi á Snæfellsnesi sendi þess- ar spurningar í bundnu máli: Hver er dyggð hjá konu mest? Hver er hennar löstur verstur? I karlmannsfari, hvað er bezt? Hvað er það, sem oftast brestur? Hér eru nokkur svör, sem bor- izt hafa frá hlustendum: Kœti er dyggð hjá konum mest, kenjar hennar löstur verstur. t karlmannsfari kapp er bezt. Koss er það, sem oftasf brestur. (Nafníaust). Drenglund kvenna dyggð er mest dadurshneigdin löstur verstur. 1 virða fari er vidsýn bezt. Vífni þeirra helzti brestur. (Kona í Skuggcdwerfinu). Hér koma svo hugleiðingar um brestina frá „sveitakerlingu“. Þið, sem getið frætt um flest, fróðleiksbrunnar mestir! 1 útvarpinu er urrar mest, eru það kossa-brestir? Ljóða gnótt, sem andinn ól, yljað drótt þó getur. (K. F.) Er ei þulan alltaf ein? Oft hjá lienni gestir?

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.