Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 57
D V 0 L
383
dóma á sviði uppeldisins. Auk pess er
húri læsilega skriíuð og þýðingin hefir
tekizt vel. — Hér er ekki rúm til þess
að birta ítarlegan ritdóm um þessa
bók eða gera márgháttuðu efni hennar
nein tæmandi skil. Þó skal sérstaklega
bent á kafla eins og Ótti, Leilíir og
hugarflug, Refsingar, og Uppeldi og
kgnferdismál. —- Að lokum skal fólk,
sem lætur sig uppeldismál varða, ein-
dregið hvatt til þess að lesa þessa bók
— lesa hana með athygli.
V. Jóh.
Gróður.
Fyrir skömmu kom á bókamarkaðinn
ný bók eftir frú Elinborgu Lárusdóttur.
Er það þriðja bókin, sem hún lætur
frá sér fara á þrern árum. Hinar tvær
eru Sögur, 1935, og Anna frá Heiðar-
koti, 1936. Báðar þær bækur lilutu
góða dóma þeirra, sem um þær rituðu,
og eins virðist ætla að verða um þessa
nýju bók, að hún fari ekki varhluta
af lofinu. Bókin heitir Gróður og hefir
að geyma sjö sögur úr daglega lífinu,
laglega skrifaðar, ekki tilþrifamiklar,
en þó þannig, að menn lesa þær með
nokkurri athygli. Síðasta sagan, Gróð-
ur, er lengst og bezt, að því er mér
finnst. Hún fjallar um viðskipti prests
og bónda út af kenningunni: „Halda
skaltu hvíldardaginn heilagan." Prest-
urinn heldur fram hinni trúarlegu
merkingu orðanna, en bóndinn álítur
það guði þóknanlegra, að hann notj.
hvíldardaginn, ef þörf krefur, til þess
að hagnýta gróður jarðarinnar og geta
með því framfleytt stórum barnahóp
af eigin rainleik og dugnaði.
Sögurnar eru eins og lífið sjálft —
þar skiptast á skin og skuggar, erfiði
og uppskera. — Þær eru látlausar
myndir í laglegri umgerð.
E. Bj.
Rit Jónasar Hallgrímssonar
eru nú öll komin út. ísafoldarprent-
smiðja h. f. er útgefandi þeirra eins og
svo margra annara ágætra bóka nú á
síðustu árum.
Þetta eru fimm bindi, og kom það
fyrsta út 1928, en það síðasta nú i
haust.
Hér er saman komið allt, sem ligg-
ur eftir Jónas Hallgrímsson í bundnu
og óbundnu máli. Er það mikið, og
um gæðin þarf varla að tala. Jónas er
fyrir löngu orðinn einhver mesti ást-
mögur, sem þessi litla þjóð hefir
nokkru sinni alið, þótt „sárt væri að
kenna þá svipinn hans fyrst, er sólin
var slökkt undir bránum“.
öll bindin til samans eru um 2000
blaðsíður, og er fjölda margt í þeim,
sem aldrei hefir verið prentað áður.
Æfisaga Jónasar er mikill hluti
fyrsta bindisins, og liefir Matthías
Þórðarson skrifað hana.
Pappir er prýðilegur í bókunum og
frágangur yfirleitt til sóma.
Allar bækurnar kosta 80 krónur í
mjög laglegu skinnbandi, og er líklegt,
að þegar velja á vandaða tækifæris-
gjöf handa listfengu og bókhneigðu
fólki, verði Rit Jónasar Hallgrimssonar
ekki sjaldan fyrir valinu.
F. G.
Dagleið á fjöllum
lieitir síðasta bók Halldórs Kiljan