Dvöl - 01.04.1938, Side 27

Dvöl - 01.04.1938, Side 27
D V 0 L 105 hún kyrr á sínum síað, hvað sem ú dundi. Hún var látin gera alla skapaða hluti hjá Studevants-fjölskyldunni — þvo þvotta, slétta lín, búa til niat, ræsta húsið, líta eftir krökk- unum, hugsa um gamla fólkið, g'aeta cldsins og bera vatn. Og Cora sagði: — Já, frú. Studevöntunum fannst þeir eiga hana, og það vay í rauninni engu líkara. Hún hafði orðið föst í gildru fjárhagsörð ugleikanna, og þar varð hún að vera — þeirra vcgna —- til æfiloka. I3að varð hlutskipti hennar að matbúa í eld- húsi Studevantanna, sópa sali þeirra og hengja þvott til þerris í húsagarði þeirra. Ykkur furðar ef til vill á því, hvernig þessu gat verið þannig tarið; hvernig gildra gat fallið svona þétt. —■; í stuttu máli atvik- aðist það á þessa leið: Cora var elzt af átta börnum Jenkinsnegranna, einu negranna í Mclton; svo er guði fyrir að þakka. Hvaðan þau komu upphaflega — Þ- e. a. s. gömlu hjónin — veit guð einn. Krakkarnir voru fædd- u' þár. Gömlu hjónin búa þar ennþá. Karlinn ckur um meðkerr- una sína og kaupir járnarusl. sjö af krökkunum eru farin að heiman. Cora er ein eftir. Hún gat enganveginn farið að heiman, vitandi af móðursinni hjálparvana. Og áður gat hún ekki farið, því að þá var enginn til þess að sjá um ftð bræður hennar og systur kæm- ust gegnurn barnaskólaun; hún var elzt barnanna, og móðir liemi- ar jafnan lasin. Og þar áður — jú, einhver varð að hjálpa móður hennar til að gæta yngsta krakka- angans, á meðan von var á einum í viðbót. Sem barn hafði Cora aldrei tíma. til þess að leika sér. Hún var alltaf með lítinn bróður eða systur á handleggnum, erfiða, öskrandi krakkaanga, hungraða og horkrcistulega. Pegar hún hafði lokið áttunda bekkjar námi, hætti hún í skólanum og byrjaði að vinna hjá Studevants-fjölskyld- unni. Nú fékk hún þó, hvaðsemöðru leið, meiri og betri mat. Fyrst í stað vann hún hálfan daginn hjá Studevant og hjálpaði móður sinni það sem eftir var dagsins. Síð- an varð hún að vera í vistinni allan daginn, en lét kaupið ganga til heimilis síns. Karl faðir hennar varð æ orðlagðari drykkjurútur, og það litla, sem hann vann sér inn nteð götusópun, sorpakstri og kaupum og sölum á járnarusli, notaði hann jafnan fyrir það, sem gat látið hann gleyma því, að hann átti átta börn. Á kvöldin var hann úti og drakk og sagði hvíta skrílnum í bænum langar, skoplegar lygasögur. þeg- ar hesturinn hans drapst, hjálpaði kaupið hennar Coru honunt til þess að eignast annan, svo hann gæti haldið áfrarn að aka um með vagn- skriflið sitt. Þegar afborganirn-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.