Dvöl - 01.04.1938, Qupperneq 28

Dvöl - 01.04.1938, Qupperneq 28
106 D V 0 L ar af húskofanum fcllu í gjalcl- daga, var þaö kaupinu hennar Coru að þakka, að þau höfðu eft- ir sem áður þak yfir höfuðið. Og þegar karlinum var stungið í stein- inn, fékk Cora lánaða tíu dollara hjá frú Studevant, til þess að kaupa hann út. Cora nældi saman. Hún sparaði og gekk í uppgjafafötum Stude- vants-mæðgnanna, át matarleif- ar, sem til féllust og skilaði kaup- inu sínu hcim. Bræðurnir og syst- urnar uxu upp. Strákunum fannst þcir vera einmana og þeir fóru eins langt í burtu frá Melton og þeir komust. Stelpurnar fóru líka, ein á fætur annari, eftir að þær liöfðu hrasað. — Þær varpa skugga á nafn mitt, sagði Jenkins gamli ásakandi. — Þær spilla mínu góða áliti. Þær geta ekki farið í berjamó án þess að hrasa um leið. Það var eitthvað í fari rjóma- gulu Jenkinsstúlknanna, sem lokk- aði hvítu vinnumennina. Jafnvel hæglætisljósið hún Cora hafði einu sinni átt elskhuga. Hann kom til Melton með flutn- ingalest, (það var langt síðan) og fékk vinnu hjá manni, sem leigði vagna og hesta. (Það var áður en bílarnir urðu jafn algengir og þeir eru nú). allir sögðu, að hann væri jafnaðarmaður. Coru var alveg sama um það. Hann var fyrsti og síðasti karlmaður- inn, sem hún var kennd víð. Hún hafði aldrei komizt í kynni við blökkumann. Það var enginn slík- ur á þessum slóðum. En það var ekki hennar sök. Þessi hvíti piltur hét Joe, ogþað angaði alltaf af honum hestalykt. Hann var einhverskonar útlend- ingur. Hann hafði erlendan mál- hreim, stórar hendur og grá augu. Það var sumar. Fáeinum mílu- fjórðungum frá heimili Studevants skiptust á aldingarðar, ilmandi engi og sléttir vellir, svo langt sem augað e)rgði. Á nóttunni voru skýjaslæðurnar stjörnum stráðar. Stundum tunglsljós. llmur úr grasi. Cora bíður. I fjarska glyttir í vindlingsglóð; þar er Joe. Hann hvíslar í myrkrinu. Ást þeirra krefst ekki mikils undirbúnings. — Cora kemur beint úr eldhúsinu með angandi þefinn af kvöjdverði Studcvants, blandaðan ódýru ilm- vatni. Það leggur megna hest- húslykt af Joe, þessum stóra, sterka pilti, sem er eins áhyggju- laus og hestarnir, sem hann hirðir. Móðir Coru jagast yfir því, að hún komi seint heim á kvöldin eða yfir því, að ekkert barnanna hafi skrifaðl í þrjár til fjórar vikur, eða þá að karlinn hafi nú ennþá einu sinni drukkið sig fullan. Svo líð- ur sumarið, draumur um stórar hendur og grá augu. Cora fór ekki í burtu til þess að ala barn sitt. Hún reyndi ekki heldur að dylja það. Og hún blygðaðist . sín ekfci, þegar fóstrið þroskaðist í skauti hennar. Hús- bændur hennar sögðu henni að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.