Dvöl - 01.04.1938, Side 31

Dvöl - 01.04.1938, Side 31
D V Ö L börnum sínum. Anima hennar, sem var orðin ellihrum, gerði hana svefnuga og leiða. Nora móður- systir hennar var tilgerðarleg og siðavönd eins og prestsdóttir. Og systir Jessie og bræður fóru sínar eigin götur, og hún sá þau næst um aldrei nema við matborðið. Jessie féll í hlut Coru eins og allt annað í húsinu, sem óvirðing þótti að. Og Cora var ánægð með hlutskipti sitt. Að fara móður- höndum um barn, barn á sama aldri og Josephine mundi liafa verið, gaf lífi hennar tilgang og yljaði henni um hjartaræturnar. Dað var Cora, sem annaðist hana, vandaði um við hana — og sem verndaði og elskaði litlu, heimsku Jessie öll þessi ár. Og nú var Jessie orðin ftillvaxta stúlka, og lauk loksins burtfararprófi úr menntaskólanum. En það hafði komið dálítið fyr- ir Jessie. Cora fékk að vita um það á undan frú Art. Jessie var ekki svo skyni skroppin, að hún hefði ekki vit á að komast í kynni við pilta. Hún talaði ttm það við Coru eins og hún væri móðir hennar. Hún þorði ekki að talæ um það við móður sína. Httn var hrædd! Hrædd! Hrædd! — Ég skal tala um þaðviðhana, sagði Cora. Svo fór hún kvöld Htt til frú Art, hógvær og auð- mjúk og ávarpaði hana með þess- Um einföldu orðum: — Jessie á von á barni. Cora hló, en frú Art varð högg- 100 dofa. Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa. Hún rétti úr sér eins og hermaður, gekk rakleitt til dyranna, sneri sér við og hvíslaði: — Hvað? — Já, frú, barn. Hún talaði um það við mig. Lítið barn. Willie Matsoulos erfaðirþess; það eru foreldrar hans, sem eiga gler- vörubúðina í Main. Hún sagði mér það sjálf. Þau ætla að gifta s'ig, en Willie er ekki hérna núna. Hann veit ekkert um barnið enn- þá. Cora mundi hafa haldið áfram að tala um litla ófædda barnið, ef frú Art hefði ekki orðið hams- laus. Nora frænka kom hlaupandi úr bókasafninu með gleraugun hangandi við festi. Oamla frúin kom akandi í hjólastólnum sínum titrandi af geðshræringu. Jessie kom, þegar kallað var á hana, rjóð og sveitt, en varð að fara út aftur, því að þegar móðir hennar leit upp af hvílubekknum og kom áuga á hana, hljóðaði hún upp yf- ir sig, hærra en nokkru sinni fyrr. Það var þotið eftir kamfóruvatni og ís. Óp og bænaandvörp berg- máluðu um allt húsið. Hneyksli! Ó, guð minn góður! Jessic hefir lent í óhamingju! - Hún hefir ekki leift í neinni óhamingju, fullyrti Cora. Pað er engin óhamingja að eignast barn, sem maður vill eiga. Ég eignaðist líka barn. — Þcgiðu, Cora!

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.