Dvöl - 01.04.1938, Page 34

Dvöl - 01.04.1938, Page 34
m D V ö L mér líka svolítinn bita af svíns- læri. Ég er svo máttfarin. — Já, frú. Bekkjarsystkini Jessie úr menntaskólanum komu í hóp. Kvenfélagið kom undir félagsfána sínum. Presturinn, doktor Mc El- roy, var með hæsta kragann og í síðustu hempunni sinni. Kórinn sat við annan enda kistunnar á- samt sérstökum einsöngvara fyr- ir lagið: ,,Sem hirðir ‘ann hjörð sína fæðir“. Pað var fagur vor- dagur og fögur jarðarför. Nema að því leyti, að Cora var viðstödd. í sjálfu sér var ekkert við nærveru hennar að athuga, (hún hafði, eins og allir vissu, unnið í mörg ár hjá fjölskyldunni); en það, sem hún gerði þar, og hvernig hún gerði það, er enn í dag umræðuefni í Melton — því að Cora tók dauðanum aldrei með jafnaðargeði. Pegar presturinn, doktorMcEl- roy, hafði lokið lofræðu sinni og bekkjarsystkinin lesið kveðjuorð sín, sálmarnir höfðu verið sungnir og ættingjar og vinir áttu að fara að ganga fram hjá kistunni og sjá Jessie Studevant í hinsta sinn, þá reis Cora úr sæti sínu fram við borðstofudyrnar. — Kæra barn, sagði hún, ég hefi frá dálitlu að segja. Pað var eins og hún beindi orð- um sínum til Jessie. Hún færði sig nær kistunni og fórnaði brún- um höndunum yfir líki hvítu stúlk- uurtar. Pað komu titringskippir í andlit hennar, af geðshræringu Jarðarfarargestirnir sátu stein- hljóðir, og það varð löng þögn. Allt í einu æpti hún: — Þau drápu þig, og það án minnsta tilefnis. . . Pau drápu barnið þitt., . . Pau hrifu þig héð- an á vori lífs þíns, og nú ertu far- in, farin, farin! Gestirnir sátu höggdofa í stól- unum. Cora liélt áfram: — Pú hefir fengið fagra minningarræðu, og þau gæta þess að láta sem minnst á öllu bera. Pau syngja sálma fyr- ir þig, og þau virðast sorgbitin. En Cora er hérna, kæra barn, og luin skal segja frá því, hvað þau hafa gert við þig. Hún skal segja fólkinu, hversvegna farið var með þig til Kansas City. Hátt neyðaróp bergmálaði í stof- unni. Frú Art féll aftur á bak í stólnum og varð stirð eins og staur. Nora frænka og Mary sátu hreyfingarlausar eins og mynda- styttur. Studevants-feðgarnir þutu á fætur til að gripa Coru. Áður en þeir náðu til hennar, benti hún á sorgbúnar konurnar og sagði: — Pær drápu þig, kæra barn. Pær tóku lífið frá þér og barninu þínu. Ég sagði þeim, að þú elsk- aðir það, en þær létu sem þær heyrðu það ekki. Pær drápu það, áður en það .... Sterk hönd greip um mittið á Coru. Önnur, þreif í handlegginn á henni. Pcir ýmist drógu hana Framh. á bls. 126.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.