Dvöl - 01.04.1938, Page 36

Dvöl - 01.04.1938, Page 36
tl'4 bVÖL Legg mig á steðja, ó, sterki Guð. Slá mig harðlega og hamra úr mér stálflein. Rek mig í bita, sem binda skýjakljúf saman. Tak glóanda hnoðnagla og hnita mig fast í hans berandi kjálka. Lát mig verða hnitfleyginn mikla, sem skýjakljúfinn tengir og treystir gegnuni bláar nætur til blikandi stjarna. Börn og fullorðnir (Erich Kástner) í einni staðreynd vér botnum báglega: Börn eru í sálunni einlæg og góð. Fullorðnir gallagripir. Hlálega getur það krenkt vorn helga móð. Versti bófi er í bernsku sinni bezti drengur, með flekklaust ráð. Efnisbörnin verða oftast minni eftir að fullum vexti er náð. Hvernig á nú að útskýra þetta? Eðlið, að vísu, er grunsamlegt: Börn kvelja orma . . . Er það hið rétta innræti þeirra í sinni nekt? Sagt er í duft vort forðum félli fræ í engil og púkaskarn. Púkinn dafnar til efstu elli. Engillinn hinsvegar deyr sem barn.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.