Dvöl - 01.04.1938, Qupperneq 39

Dvöl - 01.04.1938, Qupperneq 39
D V 0 L 117 Hún öfundar þessa Gyðinga- konu líka. Bryggjan er löng — fjarska löng. Nú er hún komin að enda land- gönguborðsins. Hún gengur gæti- lcga eftir því og niður á þilfarið á stóra, svartmálaða skipinu. Hún hreyfir sig gætilega, því að innan undir Azumakápunni hennar leynist líf — annað barn- ið, sem hún mun innan skamms fæða í þennan heim. Hún réttir einni þjónustumeynni regnhlífina og gengur fram eftir skipinu, þangað sem farþegaklef- arnir eru. Fólkið, sein komið er til þess að kveðja manninn henn- ar, er líka komið út í skipið, og fylgir henni eftir. Greifinn stendur við irmgang- inn og ávarpar hana: „Þetta er herbergið, frúw. Hún gægist inn fyrir dyrastaf- inu og sér tvö rúm. Undir þeim er farangri þeirra komið fyrir. Maðurinn hennar stendur fyrir framan annað rúmið. „Lítið á það, frú, hvernig geðj- ast yður að hcrberginu?“ Þetta er herbergið. Hún verð- ur að athuga það nákvæmlega, því að hingað mun hana dreyma, meðan maðurinn hennar er á hinni löngu sjóferð. Maður, sem lítur út fyrir að vera skipstjórinn, kemur og ávarp- ar mann hennar á frönsku. Hann er að bjóða honum í reykingasal- inn. Hún gengur á eftir manni sínum og greifanum, þegar þau yfirgefa herbergið. Reykingasalurinn er snotur og rúmgóður. Fram með veggjunum er raðað nokkrum borðum, og á hverju þeirra stendur postulíns- vasi með blómum. Eftir skipun skipstjórans, sæk- ir þjónninn nokkur einkennilega löguð glös, lieliir í þau kampavíni og ber þau um meðal fólksins. Annar þjónn kemur með kúfað fat af kökum, sem einnig er borið milli manna. Og þegar allir eru búnir að fá köku og glas, ganga gestirnir eftir röð fram fyrir mann- inn hennar og enska greifann, óska þeim góðrar ferðar og drekka kveðjuskálina. Meðan þessu fer fram, situr hún á litlum stól við eitt borðið, og bíður eftir því að kveðjuat- höfninni verði lokið. Maðurinn hennar lítur til henn- ar öðru hvoru. Annars er hann upptekinn við að kveðja. Hann getur ekki ávarpað hana í viður- vist þessa fólks og hún má það ekki heldur. Þau eru líka búin að segja hvort öðru það sem þau þurfa. Bjöllu er hringt. Fólkið gengur út hvert á fætur öðru, cftir að hafa kvatt manninn hennar og greifann. Hún fylgist með því og kveður líka. Nú gengur hún aftur eftir land- gönguborðinu niður á bryggjuna. Hún tekur ljósgrænu regnhlífina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.